Hugur - 01.01.1994, Blaðsíða 85
HUGUR
Að gera eða að vera
83
hann hafi horfið af ásetningi. Þessu gæti Benn svarað á þá leið, sem
hann hugsar þó ekki út í, að það sé ekki sama hver ásetningurinn er:
hann þurfi að vera sá að hinar umræddu breytingar verði á háttum
manna. Samkvæmt því hefur sá maður vald yfir mér sem hefur styggt
mig í því skyni að ég hliðri mér hjá að hitta hann og náð þessum til-
gangi sínum. Og sá maður sýnir vald sitt yfir heilu samfélagi sem
hverfur í því skyni að setja samfélagið á annan endann. Enn virðist
sjálfgert að efast. Segjum að unglingur strjúki að heiman til að ergja
foreldra sína. Óneitanlega virðist hæpið að hafa þetta atvik til marks
um vald hans yfir foreldrum sínum, hversu ergileg eða áhyggjufull
sem þau verða hjónin.
Einhver kann að láta hvarfla að sér að frekari ásetningur þessa
unglings þurfi að koma til en sá einn að valda áhyggjum eða öðru
raski. Segjum að foreldrar stráks séu drykkfelldir og hann hugsi með
sér að kannski sjái þeir að sér ef hann strjúki — alla vega ætli að
renna af þeim þegar þeir átta sig á því að hann er á bak og burt. Hér
höfum við dæmi um bragðvísi. Og um það held ég við hljótum að
komast að sömu niðurstöðu og fyrr: strákur er ekki að sýna vald sitt
eða beita valdi. Hann beitir brögðum einmitt vegna þess að hann
ræður ekki við neitt.
Þetta dæmi af bragðvísi þar sem vald brestur gefur þeirri hugmynd
undir fótinn að forsenda máttarvalds kunni að vera myndugleiki. En
ég treysti mér ekki til að gera nánari grein fyrir myndugleika að sinni,
en þeim sem vildu velta honum fyrir sér er sjálfgert að vísa í kenningu
Webers um náðarforustu.26 Tökum heldur eitt dæmið enn. Kennarar
hafa nokkurt mátlarvald yfir nemendum. Þetta vald getur kennari til
dæmis sýnt með því að fella nemanda sinn á prófi. Hugum nú að því í
svip að kennarinn getur komið fram þeim vilja sínum að nemandinn
falli á prófinu — segjum að kennarinn sé ástfanginn af nemandanum
og vilji þess vegna að hann falli og sitji aftur í bekk hjá sér — með
margvíslegum hætti, til dæmis með því að hnupla bókum nemandans
og uppskriftum úr kennslustundum með þeim fyrirsjáanlegu
afleiðingum að nemandanum verði erfitt fyrir um próflesturinn.
26 Sjá Max Weber, Mennt og máttur (Reykjavík: Hið íslenska
bókmenntafélag, 1973). Ennfremur rökræðu þeirra R.S. Peters og P.
Winch, „Authority" hjá A. Quinton, Political Philosophy, (Oxford, 1967)
s. 83-111.