Hugur - 01.01.1994, Page 85

Hugur - 01.01.1994, Page 85
HUGUR Að gera eða að vera 83 hann hafi horfið af ásetningi. Þessu gæti Benn svarað á þá leið, sem hann hugsar þó ekki út í, að það sé ekki sama hver ásetningurinn er: hann þurfi að vera sá að hinar umræddu breytingar verði á háttum manna. Samkvæmt því hefur sá maður vald yfir mér sem hefur styggt mig í því skyni að ég hliðri mér hjá að hitta hann og náð þessum til- gangi sínum. Og sá maður sýnir vald sitt yfir heilu samfélagi sem hverfur í því skyni að setja samfélagið á annan endann. Enn virðist sjálfgert að efast. Segjum að unglingur strjúki að heiman til að ergja foreldra sína. Óneitanlega virðist hæpið að hafa þetta atvik til marks um vald hans yfir foreldrum sínum, hversu ergileg eða áhyggjufull sem þau verða hjónin. Einhver kann að láta hvarfla að sér að frekari ásetningur þessa unglings þurfi að koma til en sá einn að valda áhyggjum eða öðru raski. Segjum að foreldrar stráks séu drykkfelldir og hann hugsi með sér að kannski sjái þeir að sér ef hann strjúki — alla vega ætli að renna af þeim þegar þeir átta sig á því að hann er á bak og burt. Hér höfum við dæmi um bragðvísi. Og um það held ég við hljótum að komast að sömu niðurstöðu og fyrr: strákur er ekki að sýna vald sitt eða beita valdi. Hann beitir brögðum einmitt vegna þess að hann ræður ekki við neitt. Þetta dæmi af bragðvísi þar sem vald brestur gefur þeirri hugmynd undir fótinn að forsenda máttarvalds kunni að vera myndugleiki. En ég treysti mér ekki til að gera nánari grein fyrir myndugleika að sinni, en þeim sem vildu velta honum fyrir sér er sjálfgert að vísa í kenningu Webers um náðarforustu.26 Tökum heldur eitt dæmið enn. Kennarar hafa nokkurt mátlarvald yfir nemendum. Þetta vald getur kennari til dæmis sýnt með því að fella nemanda sinn á prófi. Hugum nú að því í svip að kennarinn getur komið fram þeim vilja sínum að nemandinn falli á prófinu — segjum að kennarinn sé ástfanginn af nemandanum og vilji þess vegna að hann falli og sitji aftur í bekk hjá sér — með margvíslegum hætti, til dæmis með því að hnupla bókum nemandans og uppskriftum úr kennslustundum með þeim fyrirsjáanlegu afleiðingum að nemandanum verði erfitt fyrir um próflesturinn. 26 Sjá Max Weber, Mennt og máttur (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1973). Ennfremur rökræðu þeirra R.S. Peters og P. Winch, „Authority" hjá A. Quinton, Political Philosophy, (Oxford, 1967) s. 83-111.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.