Hugur - 01.01.1994, Blaðsíða 95

Hugur - 01.01.1994, Blaðsíða 95
HUGUR Meinbugur á rökleiðslu 93 langar mig að færa rök að því, í mjög stuttu máli, að fólk geti haldið fast við það að sérhæfar forskriftir leiði ekki stranglega af alhæfum forskriftum án þess að neita fjórum staðhæfingum sem allur þorri þess virðist halda að séu ósamrýmanlegar kenningu Kelsens um ályktanir um forskriftir. Þessar fjórar staðhæfingar eru: (1) að forskriftir séu staðhæfingar, (2) að forskriftir hafi sannleiksgildi, (3) að til séu staðreyndir sem bjóða og banna, og (4) að forskriftir séu viðfangsefni rökfræðinnar. ^ Margir halda að nauðsynin á því að neita þessum fjórum stað- hæfingum stafi af óbrdanlegri gjá milli staðreynda og verðmæta, á milli sanninda og forskrifta. Eg mun ekki reyna að sýna fram á að nokkur hinna fjögurra staðhæfinga (1) til (4) sé sönn. Það má vel vera að sumar þeirra séu ósannar, og jafnvel allar. Eg hyggst sýna fram á það eitt að það niegi halda fram kenningu Kclsens án þess að hafna þeim fjórum. n Aður en lengra er haldið er vert að reyna að átta sig á kjarnanum í hugmynd Kelsens. Hann virðist vera á þessa leið. Segjum að við höfunt gilda* * * 4 5 alhæl'a forskrift — það skiptir engu hvort hún er lagaleg eða siðferðileg — sem bannar ákveðið athæfi og gerir það jafnvel refsivert, til dæntis manndráp. Lítum nú á tiltekið manndráp. Það þarf ekki að vera óleyfilegt né refsivert. Kannski er það framið í sjálfsvörn. Kannski er það lögleg aftaka til að fullnægja dauðadómi. Kannski er Verlag, 1993), s. 77-82 og einnig í grein eftir Hartney, „Introduction: The Final Form of the Pure Theory of Law“, í Hans Kelsen, General Theory of Norms (Oxford: Clarendon Press, 1991), s. ix-liii. 4 Michael Hartney segir: „Réttarheimspekingar sem þekkja vel til verka Hans Kelsen vita að á síðasta áratug ævi sinnar sneri hann baki við þeirri hugmynd sem hann hafði gengið út frá að væri sönn allan sinn feril, að forskriftir falli undir reglur rökfræðinnar og að leiða megi eina forskrift af annarri. Þeir vita einnig að ástæðan sem hann tilgreindi fyrir þessari viðhorfsbreytingu var sú staðreynd að forskriftir hafa ekkert sanngildi á meðan rökfræði byggir á sanngildi." Hartney, „The Confus- ion in Kelsen's Final Rejection of a Logic of Norms", s. 77. Mikilvægasta efnið finnur maður í riti Kelsens Allgemeine Theorie der Normen, köflum 50, 57 og 58 (og því til stuðnings umfjöllun í köflum 51-56); greining Hartneys á þróuninni í hugsun Kelsens (samanber þau atriði sem tilgreind eru í nmgr. 3) er tnjög gagnleg. 5 Þegar ég kalla forskriftina gilda á ég við að hún hafi viðeigandi mátt, til dæmis þann að hún skuldbindi mann lagalega eða siðferðilega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.