Hugur - 01.01.1994, Blaðsíða 76

Hugur - 01.01.1994, Blaðsíða 76
74 Þorsteinn Gylfason HUGUR píanó: ekki er ég að æfa mig fyrir tónleika; ekki bætir að heilsuna eins og hitt að fá sér sérríglas fyrir matinn. Hvað er þetta, kynni nú einhver að segja: þú gerir það fyrir ánœgjuna, þú hefur gaman af því. Og það var einmitt þetta svar sem fullnægði þeim Bentham og Mill og þeim þótti það enn ein staðfesting markhyggju sinnar. En þarna sá Aristóteles miklu dýpra en þeir, og til marks um það er rökræða hans um eðli ánægjunnar í Vlldu og Xdu bók Siðfrœðinnar, einhver glæsilegasta heimspekilega rökræða sem ég þekki til. Eitt af mörgu sem Aristóteles gerir sér ljóst — það er raunar atriði sem Platóni sást yfir í Fílebosi, en sú samræða fjallar einmitt um ánægju — er að ánægja er til af tvennu gerólíku tæi: hún er til í germynd ekki síður en í þolmynd, ef svo má að orði komast. Og það er einkum germynd ánægjunnar sem hann síðan greinir af sinni vanalegu skarpskyggni. Ég hef sagt að við séum öll nytjastefnufólk í hversdaglegustu við- horfum okkar, að minnsta kosti að drjúgu leyti. Því fylgir auk annars að við höfum litla sem enga skipulega hugmynd um ánægju gerandans til aðgreiningar frá ánægju þolandans. Einn nánasti vinur minn skilur ekkert í því að ég skuli vera að glamra þetta á píanó, móður minni oftar en ekki til nokkurrar skapraunar: það er svo allt annað að hlusta á almennilegan píanóleik. Það hlýtur að vera það: hann er nánast að saka mig um einhvers konar hugsunarvillu. En hugsunarvillan er óvart hans — eins og Platóns í Fílebosi, Benthams og Mills: hann kann ekki skilin á germynd og þolmynd ánægjunnar. Hann virðist ekki vita að það getur verið gaman að vaska upp: ekki vegna tilhugsunarinnar um að verða búinn að því, eða um hvað hitt heimilisfólkið verði fegið, heldur vegna þess að það er gaman að djöflast í einhverju, einhverjum andskotanum. Nú er freistandi að tengja þessi hversdagslegu atriði úr hvers- dagslegri nytjastefnu — atriði um gangverkið í siðferðishugmyndum okkar sem Eyjólfur Kjalar myndi kalla — við miklu mikilfenglegri mál. Minnumst fyrst píanóleiks á heimilum sem plötuspilarinn hefur þaggað niður að mestu. Hugsum síðan til allrar samfélagsskipanar- innar í iðnríkjum nútfmans, þeirrar skipanar sem öll önnur rfki alll austur til Kína virðist dreyma um að taka upp. Sú hamingja eða velferð sem svonefnd velferðarríki bjóða þegnum sínum er velferð þolandans. Fólk vinnur langan dag: hina sönnu hamingju finnur það svo í skauti fjölskyldunnar fyrir framan sjónvarpið um kvöldið — því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.