Hugur - 01.01.1994, Blaðsíða 126

Hugur - 01.01.1994, Blaðsíða 126
124 Skýrsla stjórnar HUGUR kennslu í grunn- og framhaldsskólum. í heftinu voru birtar greinar um þau efni eftir Hrein Pálsson, Þorstein Hjartarson, Atla Harðarson og Kristján Kristjánsson. Auk þess var þar viðtal við Matthew Lipman sem Agúst Borgþór Sverrisson tók meðan á íslandsheimsókn Lipmans stóð. Ennfremur var í ritinu „Sendibréf um frelsi“ eftir Kristján Kristjánsson, viðtal við Karl Popper sem Gunnar Ragnarsson þýddi og ritgerðin „Hvernig Descartes er fornlegur“ eftir Eyjólf Kjalar Emilsson. Loks birtist ritdómur eftir Kristínu Höllu Jónsdóttur og Skúla Sigurðsson. Auk þess var greint frá því helsta sem komið hefur út á íslensku um heimspekileg efni á undanförnum árum. Sunnudaginn 21. febrúar 1993 hélt Páll Skúlason prófessor fyrir- lestur á vegum félagsins í Lögbergi. Fyrirlesturinn nefndist: „Hver er hinn sanni heimur?“ f fyrirlestrinum gagnrýndi Páll hinn ævaforna greinarmun á milli hverfuls reynsluheims og fullkomins handanheims. Jafnframt reifaði hann hugmyndir sínar um tengsl náttúruheims, mannheims og hugarheims. Birtist fyrirlesturinn í bókinni Erindi siðfrœðinnar, sem út kom síðla árs 1993. Laugardaginn 27. mars 1993 hélt Guðmundur Heiðar Frímannsson fyrirlestur á vegum Siðfræðistofnunar og Félags áhugamanna um heimspeki. Fyrirlesturinn nefndist „Sjálfræði". í fyrirlestrinum leitaðist Guðmundur við að skilgreina hugtakið sjálfræði og alhuga hvort menn hefðu skilyrðislausan rétt til sjálfræðis. Fyrirlestur Guðmundar birtist í Erindi siðfrœðinnar. Mánudaginn 19. apríl 1993 hélt Jóhann Björnsson fyrirlestur á vegum félagsins sem nefndist: „Rétturinn til dauðans og samræðan um sjálfsvíg". f fyrirlestrinum ræddi Jóhann þá spurningu hvort menn hafi rétt til sjálfsvígs og hvernig umræðunni um þessi mál sé háttað. Jóhann Björnsson lauk BA prófí frá Háskóla íslands árið 1992 og var fyrirlesturinn unninn upp úr BA ritgerð hans. Föstudaginn 28. maí 1993 var aðalfundur félagsins haldinn í stofu 201 í Lögbergi. Eins og sagði í fundarboði var afráðið að falla frá frekara fyrirlestarahaldi á vegum félagsins vegna mikilla ráðstefnu- halda og málþinga á vegum Siðfræðistofnunar og Heimspekistofnunar í lok apríl og byrjun maí, auk hinnar miklu ráðstefnu IVR um réttarheimspeki í lok maí og byrjun júní, sem greint var frá í tímariti félagsins (Hugur, 1992, bls. 119). Því var að þessu sinni einungis haldinn hefðbundinn aðalfundur þar sem málefni félagsins og staða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.