Hugur - 01.01.1994, Blaðsíða 19

Hugur - 01.01.1994, Blaðsíða 19
HUGUR Aðferðafrœði í anda Rawls 17 Hugmynd um réttlœtingu Ef við styðjumst við reglukenningar og lögmál þegar við rétt- lætum eða gagnrýnum stofnanir, hvernig réttlætum eða gagnrýnum við þá reglurnar og lögmálin? Ef við umorðum þessa spurningu sem svo: Gagnvart hverjum erum við að réttlæta kenningar okkar? — verðum við kannski einhverju nær. Ástæðan er sú að fylgjendur aðferðafræði í anda Rawls líta á réttlætingu sem ferli þar sem dregið er úr ágreiningi við ákveðin hóp andstæðinga á sanngjarnan og skynsamlegan máta. Eða eins og Rawls útskýrir í einni af síð- ustu (og því minnst lesnu) málsgreinunum í Kenningu um réttlæti: réttlæting er rökræða við þá sem við erum ósammála, eða okkur sjálf þegar við erum á báðum áttum. Hún gerir ráð fyrir að um árekstur sjónarhorna sé að ræða og að við leitumst við að sannfæra aðra, eða okkur sjálfa, um sanngirni þeirra reglna sem við byggjum skoðanir okkar og dóma á. Þar sem henni er ætlað að sætta með skyn samlegum rökum, þá byrjar réttlæting á því sem allir aðilar deilunnar eiga sameiginlegt. Ef allt er eins og best verður á kosið, þá felst í því að rökstyðja réttlætishugmynd gagnvart einhverjum að færa sönnur á réttlætislögmál hugmyndarinnar á grundvelli forsendna sem báðir aðilar fallast á: afleiðingarnar af þessum lögmálum verða síðan einnig að koma heim og saman við yfirvegaða dóma okkar. Einföld sönnun er því ekki réttlæting. Sönnun sýnir einungis fram á rökleg tengsl milli fullyrðinga. En sannanir verða að réttlætingum þegar við í sameiningu föllumst á upphafsatriðin, eða þá að niðurstöðurnar eru svo víðfeðmar og knýjandi að þær sannfæra okkur um trúverðug- leika þeirra hugmynda sem fram koma f forsendunum.^ Það er margt sem þessi málsgrein segir beint um réttlætingar eða gefur í skyn, enda er hér að finna nokkrar fullyrðingar sem sumar víkja talsvert frá áhrifaríkum hugmyndum um réttlætingar í sögu siðfræðinnar. í fyrsta lagi þá felst í þessum hugmyndum Rawls afneitun á því að réttlætingar byggi á sjálfljósum lögmálum, sérstaklega þegar slík lögmál eru á einhvern máta utan við siðfræðina, svo sem skyn- semi, guð eða mannlegt eðli, eða byggi á sértækum sannleika, gildum eða „ytri“ náttúrulögmálum sem eru hluti af eðli eða gerð 9 A Theory of Justice, s. 580-81. Sjá einnig Political Liberalism, s. 100 og Chael Perelman, Justice (New York: Random House, 1967), s. 64.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.