Hugur - 01.01.1994, Blaðsíða 42
40
Sigríður Þorgeirsdóttir
HUGUR
Afstaða í anda Walzers er mun skyldari sjónarmiðum femínista en
„samciningarviðbrögð“ Sandels og Maclntyres; innan hennar rúmast
fjölbreytileg markmið og verðmætamat, jafnvel þótt hún geri
einstökum aðstæðum og viðmiðum hærra undir höfði en almennum.
Af þessari ástæðu hafa hugsuðir á borð við Rawls og Habermas, sem
álfta réttlætið höfuðkost samfélagsins, gagnrýnt kenningu samfélags-
sinna og talið hana skorta almenna mælikvarða til að greina á milli
siðferðilega réttmætra og siðferðilega ótækra viðmiða og reglna.
Hugmyndin um áhrifamátt sameiginlegs verðmætamats, sem Sandel
og Maclntyre halda fram, getur þess vegna verið í andstöðu við for-
gangsrétt frelsisins, og í samfélagi sem byggist á þessari hugmynd er
mun hættara við að hagsmunir kvenna verði fyrir borð bornir, eins og
eftirfarandi dæmi sýnir.
Fyrir rétt rúmu ári komst í hámæli mál fjórtán ára gamallar írskrar
stúlku sem hafði orðið ófrísk eftir nauðgun. Eins og kunnugt er leyfir
stjórnarskrá Ira ekki fóstureyðingar og því fór þetta mál fyrir dóm-
stóla. I fyrstu var stúlkunni ckki einungis meinað lögum samkvæmt að
gangast undir fóstureyðingu, heldur var henni einnig meinað að fara úr
landi næstu mánuði þar sem talið var að hún hefði í hyggju að fara í
fóstureyðingu á Englandi. Skömmu eftir að í ljós kom að stúlkan var í
sjálfsmorðshættu var henni leyft að fara úr landi.
Þetta atvik er dæmigert fyrir þann vanda sem skapast þegar ríki
tekur sameiginlega velferð fram yfir rétt einstaklingsins. Réttur
stúlkunnar til að taka ákvarðanir um eigin líkama var í þessu tilviki
álitinn óæðri hugmyndinni um grundvallargæði. Sú hugmynd er að
uppruna trúarleg og kveður á um upphaf mannlegs lífs og stöðu
kvenna í samfélaginu. Segja má að írska ríkið hafi beitt fyrir sig
rösemdafærslu í anda samfélagskenningar í þessu máli. í stað þess að
vera „hlutlaust ríki“ gekk það út frá ákveðnu verðmætamati og
hugmyndum um hvernig þegnunum beri að lifa í samræmi við það.11
Samfélagssinnar eru ósammála frjálslyndum um hlutleysi ríkisins
vegna þeirrar trúar sinnar að fyrirmyndarrfkið fái aðeins staðist sé
sameiginleg velferð leiðarljós stjórnmálanna. Samkvæmt hugmynd
frjálslyndra um hlutleysi ríkisins er sjálfræði einstaklingsins fólgið í
því að mat á velferð og lífsgæðum er í hans höndum en ekki ríkisins.
II B. Rössler, „Der ungleiche Wert der Freiheit. Aspekte fcministischer Kritik am
Liberalismus und Kommunitarismus", Anatyse und Krilik 1 (1992), s. 79.