Hugur - 01.01.1994, Blaðsíða 51
HUGUR
Samfélagssýnir og lýðrœðismynstur
49
þjóðríkinu, fremur en fyrirmynd, kerfi eða viðmið. Þessi samfélags-
gerð byggist með öðrum orðum á viðkvæmu jafnvægi misvísandi og
mögulega andstæðra afla, sem ekki hlíta sameiginlcgum grundvallar-
reglum eða skipulagslögmalum. Gera verður ráð fyrir að sigur slíkrar
samfélagsgerðar á öðrum sem reynast hafa minni aðlögunarhæfni
muni Ieiða í Ijós ný innri vandamál.
Viðfangsefnið hér snertir þó fremur þátt lýðræðisins, en þróunina í
heild sinni. An þess að túlka lýðræði — og meta mismunandi túlkanir
— mun greiningu á tengslum þess við aðra þætti nútímans miða lítt
áfram. I þessu samhengi er rétt að byrja með því að benda á að nýlegir
sigrar lýðræðis færa okkur ekkerl nær fræðilegu samkomulagi um
inntak þess. Hvorki ákafinn í kjölfar byltinganna í Austur-Evrópu né
varkárari viðhorf sem nú ber mest á, hafa haft mikil áhrif á sjálfsskiln-
ing lýðræðisþjóðfélaga. Víðtækara samkomulag um almennt ágæti
lýðræðis hefur, ef eitthvað er, skerpt túlkunardeilurnar. Umfjöllin ætti
því að byrja á að líta örlítið á þær kenningar sem upp úr standa.
n
Þrennt virðist skipta miklu máli við flokkun á lýðræðiskenningum. í
fyrsta lagi greinir menn á um sögulegt samhengi og mikilvægi
lýðræðislegra stofnana. Þeir sem líta á söguna frá sjónarhóli þróunar-
kenninga sjá lýðræði sem röklega niðurstöðu langrar þróunar og sem
endanlega lausn á langvarandi vandamáli. Fyrirtaksdæmi um slíka
hugsun er hugmynd Parsons um lýðræðilega stjórn sem „þróunar-
viðmið“, það er stjórnarhætti sem marka greinilegt framfaraspor á
þróunarbraulinni og því megi gera ráð fyrir slíkri þróun við annars
ólíkar kringumstæður.1 Nýlegar útfærslur á þessari þróunarhugmynd
eru misjafnar að gæðum og innihaldi; meðal þeirra má finna endur-
skoðaðar og ameríkanseraðar hugmyndir Fukuyamas um endalok
sögunnar og vörn Habermas fyrir „óloknu verkefni nútímans".
Spurningunni um hversu mikilvægt lýðræðið er í nútímaþjóðfélögum
og hversu afdrifaríkur sigur þess á öðrum valkostum er, má svara á
mismunandi hátt eflir þessum útfærslum. En sameiginlegur sjónarhóll
þróunarkenningarinnar greinir þessar annars ólíku kenningar frá
1 Sjá T. Parsons, „Evolutionary Universals in Society", í American Sociological
Review, 29 no. 3 (1964).