Hugur - 01.01.1994, Blaðsíða 51

Hugur - 01.01.1994, Blaðsíða 51
HUGUR Samfélagssýnir og lýðrœðismynstur 49 þjóðríkinu, fremur en fyrirmynd, kerfi eða viðmið. Þessi samfélags- gerð byggist með öðrum orðum á viðkvæmu jafnvægi misvísandi og mögulega andstæðra afla, sem ekki hlíta sameiginlcgum grundvallar- reglum eða skipulagslögmalum. Gera verður ráð fyrir að sigur slíkrar samfélagsgerðar á öðrum sem reynast hafa minni aðlögunarhæfni muni Ieiða í Ijós ný innri vandamál. Viðfangsefnið hér snertir þó fremur þátt lýðræðisins, en þróunina í heild sinni. An þess að túlka lýðræði — og meta mismunandi túlkanir — mun greiningu á tengslum þess við aðra þætti nútímans miða lítt áfram. I þessu samhengi er rétt að byrja með því að benda á að nýlegir sigrar lýðræðis færa okkur ekkerl nær fræðilegu samkomulagi um inntak þess. Hvorki ákafinn í kjölfar byltinganna í Austur-Evrópu né varkárari viðhorf sem nú ber mest á, hafa haft mikil áhrif á sjálfsskiln- ing lýðræðisþjóðfélaga. Víðtækara samkomulag um almennt ágæti lýðræðis hefur, ef eitthvað er, skerpt túlkunardeilurnar. Umfjöllin ætti því að byrja á að líta örlítið á þær kenningar sem upp úr standa. n Þrennt virðist skipta miklu máli við flokkun á lýðræðiskenningum. í fyrsta lagi greinir menn á um sögulegt samhengi og mikilvægi lýðræðislegra stofnana. Þeir sem líta á söguna frá sjónarhóli þróunar- kenninga sjá lýðræði sem röklega niðurstöðu langrar þróunar og sem endanlega lausn á langvarandi vandamáli. Fyrirtaksdæmi um slíka hugsun er hugmynd Parsons um lýðræðilega stjórn sem „þróunar- viðmið“, það er stjórnarhætti sem marka greinilegt framfaraspor á þróunarbraulinni og því megi gera ráð fyrir slíkri þróun við annars ólíkar kringumstæður.1 Nýlegar útfærslur á þessari þróunarhugmynd eru misjafnar að gæðum og innihaldi; meðal þeirra má finna endur- skoðaðar og ameríkanseraðar hugmyndir Fukuyamas um endalok sögunnar og vörn Habermas fyrir „óloknu verkefni nútímans". Spurningunni um hversu mikilvægt lýðræðið er í nútímaþjóðfélögum og hversu afdrifaríkur sigur þess á öðrum valkostum er, má svara á mismunandi hátt eflir þessum útfærslum. En sameiginlegur sjónarhóll þróunarkenningarinnar greinir þessar annars ólíku kenningar frá 1 Sjá T. Parsons, „Evolutionary Universals in Society", í American Sociological Review, 29 no. 3 (1964).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.