Hugur - 01.01.1994, Blaðsíða 44

Hugur - 01.01.1994, Blaðsíða 44
42 Sigríður Þorgeirsdóttir HUGUR Maclntyres um samfélag eru í andstöðu við eina af meginforsendum femínískrar gagnrýni. Þetta skýrist ef skoðuð er nánar lýsing Sandels á frumeiningu sam- félagsins, fjölskyldunni, sem hann telur fyrirmynd hins fullkomna samfélags. I gagnrýni sinni á hugmynd Rawls um mikilvægi réttlætis, bendir Sandel á fjölskylduna sem samfélagstegund sem er ekki skipu- lögð samkvæmt réttlætislögmálum og sé þess vegna á hærra siðferðis- stigi. Með tilvísun í hugmynd Humes um að réttlætið geti ekki verið æðsta dygð félagslegra stofnana (í það minnsta ekki fyrirvaralaust), heldur Sandel því fram að innan fjölskyldunnar þurfi sjaldan að vísa til réttar einstaklingssins eða réttlátra ákvarðanatökuferla, þvf andi gagnkvæms velvilja innan fjölskyldunnar tryggi slíkt.13 Ólíklegt er að meirihluti kvenna sjái raunsanna lýsingu á stöðu sinni í þessari mynd af hinni samstilltu fjölskyldu. í flestum fjölskyld- um ríkir enn skýr skipting milli hlutverka, vinnu og frítíma sem skipta sköpum fyrir karla jafnt sem konur. Það samvinnumynstur innan fjöl- skyldu sem er algengast skipar konum í valdaminni stöðu og gerir þeim erfitt um vik að losa sig undan fyrirfram gefnum væntingum og gildum. Sandel kemur ekki auga á þetta. Á sama hátt og Maclntyre talar um „hlutverk" sem fólk „erfi“ ásamt „réttmætum væntingum og skyldum",14 virðist Sandel fylgjandi hugmyndum sem taka gilda óréttláta skipan hlutverka innan fjölskyldunnar. Það segir sig sjálft að meðal þeirra margvíslegu samskipta og tengsla sem hver einstaklingur hefur, eru einhver sem hann er ekki ánægður með. „Hversu samofin félagslegum venjum sem við erum, getum við ávallt spurt hvort venjan sé einhvers virði, en slík spurning á ekki við innan ramma kenningar Sandels“.15 Sandel horfir líka fram hjá því, að það er innan fjölskyldunnar sem skipting félagslegra gæða á borð við tíma, umhyggju og fjármuni fer fram, að svo miklu leyti sem meðlimir fjölskyldunnar þurfa á fjár- hagslegum og andlegum stuðningi að halda. „Einmitt vegna þess að slíkum gæðum er skipt, er einnig mikilvægt að skipting þeirra sé 13 M. Sandel, Liberalism and the Limits of Justice (Cambridge: Cambridge University Press, 1982), s. 169. 14 A. Macintyre, After Virtue (London/Notre Dame: University of Notre Dame Press, 1981), s. 205. 15 W. Kymlicka, Contemporary Political Theory, s. 213.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.