Hugur - 01.01.1994, Page 44
42
Sigríður Þorgeirsdóttir
HUGUR
Maclntyres um samfélag eru í andstöðu við eina af meginforsendum
femínískrar gagnrýni.
Þetta skýrist ef skoðuð er nánar lýsing Sandels á frumeiningu sam-
félagsins, fjölskyldunni, sem hann telur fyrirmynd hins fullkomna
samfélags. I gagnrýni sinni á hugmynd Rawls um mikilvægi réttlætis,
bendir Sandel á fjölskylduna sem samfélagstegund sem er ekki skipu-
lögð samkvæmt réttlætislögmálum og sé þess vegna á hærra siðferðis-
stigi. Með tilvísun í hugmynd Humes um að réttlætið geti ekki verið
æðsta dygð félagslegra stofnana (í það minnsta ekki fyrirvaralaust),
heldur Sandel því fram að innan fjölskyldunnar þurfi sjaldan að vísa
til réttar einstaklingssins eða réttlátra ákvarðanatökuferla, þvf andi
gagnkvæms velvilja innan fjölskyldunnar tryggi slíkt.13
Ólíklegt er að meirihluti kvenna sjái raunsanna lýsingu á stöðu
sinni í þessari mynd af hinni samstilltu fjölskyldu. í flestum fjölskyld-
um ríkir enn skýr skipting milli hlutverka, vinnu og frítíma sem skipta
sköpum fyrir karla jafnt sem konur. Það samvinnumynstur innan fjöl-
skyldu sem er algengast skipar konum í valdaminni stöðu og gerir
þeim erfitt um vik að losa sig undan fyrirfram gefnum væntingum og
gildum. Sandel kemur ekki auga á þetta. Á sama hátt og Maclntyre
talar um „hlutverk" sem fólk „erfi“ ásamt „réttmætum væntingum og
skyldum",14 virðist Sandel fylgjandi hugmyndum sem taka gilda
óréttláta skipan hlutverka innan fjölskyldunnar. Það segir sig sjálft að
meðal þeirra margvíslegu samskipta og tengsla sem hver einstaklingur
hefur, eru einhver sem hann er ekki ánægður með. „Hversu samofin
félagslegum venjum sem við erum, getum við ávallt spurt hvort
venjan sé einhvers virði, en slík spurning á ekki við innan ramma
kenningar Sandels“.15
Sandel horfir líka fram hjá því, að það er innan fjölskyldunnar sem
skipting félagslegra gæða á borð við tíma, umhyggju og fjármuni fer
fram, að svo miklu leyti sem meðlimir fjölskyldunnar þurfa á fjár-
hagslegum og andlegum stuðningi að halda. „Einmitt vegna þess að
slíkum gæðum er skipt, er einnig mikilvægt að skipting þeirra sé
13 M. Sandel, Liberalism and the Limits of Justice (Cambridge: Cambridge University
Press, 1982), s. 169.
14 A. Macintyre, After Virtue (London/Notre Dame: University of Notre Dame Press,
1981), s. 205.
15 W. Kymlicka, Contemporary Political Theory, s. 213.