Hugur - 01.01.1994, Blaðsíða 108
106
Mikael M. Karlsson
HUGUR
Michael Scriven gaf staðhæfingum sem láta slík almenn sannindi í
ljósi sérstakt nafn. Hann kallaði þau venjustaðhæfingar (normative
statements), og ég mun hér á eftir nota þetta heiti Scrivens. Scriven
hélt því fram að regludómar yrðu almennt talað ekki greindir sem
staðhæfingar um likindi, og ennfremur að lýsingar á tilfellunum sem
falla undir regludóm leiddi ekki stranglega af honum.23
Segjum að Fagurgali sé kjúklingur. Hvað getum við ályktað um
hann af regludómnum (til aðgreiningar frá skilyrðislausu alhæfingunni
eða líkindadómnum) að kjúklingar hafi vængi? Ég held að við getum
ályktað að Fagurgali hafi vængi. En ályktunin er ekki afleiðslu-
ályktun, að minnsta kosti ekki í viðteknum skilningi á afleiðslu, því að
ef það skyldi koma í ljós að niðurstaða hennar standist ekki, það er ef
það skyldi koma í ljós að Fagurgali sé vængjalaus, þá værum við ekki
tilneydd að neita því að ályktunin sé gild eða að hafna annarri hvorri
forsendu okkar (eða báðum): regludómnum að kjúklingar hafi vængi
eða þeirri skoðun að Fagurgali sé kjúklingur.24 Á hinn bóginn er
ályktunin ekki heldur óbrotin aðleiðsluályktun, í neinum venjulegum
skilningi á aðleiðslu, því hún er bersýnilega ályktun af almennum
sannindum um tilfelli sem fellur undir þau. Hún er ekki ályktun um
almenn sannindi af röð einstakra tilfella, né heldur virðist hún vera
ályktun af mörgum einstökum tilfellum til nýs einstaks tilfellis, og
þetta eru ályktanirnar sem oftast eru kallaðar aðleiðsluályktanir. Það
Aristóteles virðist halda fram. í athugasemdum um aðferðafræði í Siðfrœði
Nikkómakeusar segir Aristóteles: „Verði viðfangsefninu gerð svo skýr skil sem
mögulegt er, verður greinargerðin mátuleg, því greinargerðir gefa ekki allar kost á
sömu nákvæmni frekar en iðngreinar. . . . Það sem er gott er ámóta brigðult vegna
skaðans sem oft hlýst af; ... Látum því nægja að sýna sannleikann í grófum
dráttum þegar við ræðum þessa hluti út frá slíkum forsendum; látum nægja að
fjalla um hlutina eins og þeir eru yfirleitt og ganga að þess háttar forsendum vísum
og haga niðurstöðum eftir því. Það ber að skilja allt sem sagt verður þessum
skilningi, því einkenni menntaðs manns er að vænta nákvæmni í hvers kyns málum
að því marki sem eðli málsins leyfir." (1094b12-25) [Þýðing Svavars H.
Svavarssonar]. Afleiðslusinnar horfa framhjá eða hundsa þessa ráðleggingu
Aristótelsar.
23 Sjá ritgerð hans „Truisms as the Grounds for Historical Explanations", Theories of
History, Patrick Gardiner ritstj., (New York: The Free Press, 1959), s. 443-475. í
þessu samhengi skiptir §3.4 í ritgerð Scrivens miklu máli. Þeir sem þekkja til rita
Scrivens munu sjú að bragði að ég á honum mikið að þakka.
24 Ef ályktunin væri afleiðsluályktun værum við tilneydd, eftir viðteknum skoðunum,
annaðhvort að afneita gildi ályktunarinnar eða rengja eina eða fleiri af
forsendunum.