Hugur - 01.01.1994, Blaðsíða 97

Hugur - 01.01.1994, Blaðsíða 97
HUGUR Meinbugur á rökleiðslu 95 Sú hugmynd kemur fyllilega heim við réttarsöguna að alhæfar laga- reglur sæti sífelldri fágun og aðlögun, og að það sé engin ástæða til að ætla að tæmandi grein verði nokkru sinni gerð fyrir nokkurri laga- reglu, í þeim skilningi að allar takmarkandi undantekningar verði tilgreindar. (Hér má líka skjóta því inn að mér virðist þetta vera mikil- sverður þátlur þess sem Kelsen hefur í huga þegar hann hamrar á þvi að réltarskipan sé kvik skipan fremur en stöðug.) Ef réttarsagan er ekki villandi að þessu leyti — það er að segja ef listinn yfir undan- tekningarnar er, að minnsta kosti í dæmigerðum tilfellum, opinn í endann ■— þá getur málflutningur okkar gegn Kelsen í krafti afleiðslu- trúar ekki gengið. Kenning Kelsens stendur þá óhrakin. IV Kelsen virðist hafa talið að kenning sín um að sérhæfar forskriftir leiði ekki stranglega af alhæfum forskriftum krefjist þess að setningarnar fjórar frá (1) til (4) séu allar afskrifaðar sem ósannindi. Því fylgir að ef alhæfar forskriftir vœru setningar, hefðu sannleiksgildi, lýstu stað- reyndum sem bjóða eða banna, og vœru viðfangsefni rökfræðinnar, þá mætti leiða gildi sérhæfra forskrifta af gildi alhæfra með strangri afleiðslu. Undirrót þessarar skoðunar Kelsens virðist mér vera eins konar meinloka. Þessi meinloka er næsta útbreidd, ekki aðeins í lögfræði og réttarheimspeki, heldur einnig í vísindaheimspeki. Hjá Kelsen er þessi meinloka án efa nátengd tilraun hans til að leggja undirstöðurnar að allri vísindalegri lögfræði. Meinlokan er sú að almenn sannindi eða forskriftir (eins og alhæfar forskriftir) beri að láta í ljósi sem skilyrðis- lausar alhæfingar í skilningi rökfræðinnar: alhæfing er staðhæfing með sniðinu Öll A eru B eða á táknmáli nútímarökfræði (Vx) (Ax 3 Bx). Slíkar alhæfingar eru taldar hafa ótakmarkað umfang. Þar með leiðir af þeim, stranglega og undantekningalaust, hvert einasta tilfelli sem þær ná yfir. Ef við nálgumst þetta efni úr hinni áttinni þýðir það að eitt einasta gagndæmi — eitt A sem er ekki B — dugir til að afsanna alhæfinguna. Þessi mynd af almennum sannindum er naumast rétta myndin á neinu sviði þar sem almennra sanninda er leitað, jafnvel ekki í náttúru- vísindum. Tökum sem dæmi ljósbrotslögmál Snells sem ætti að geta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.