Hugur - 01.01.1994, Síða 97
HUGUR
Meinbugur á rökleiðslu
95
Sú hugmynd kemur fyllilega heim við réttarsöguna að alhæfar laga-
reglur sæti sífelldri fágun og aðlögun, og að það sé engin ástæða til að
ætla að tæmandi grein verði nokkru sinni gerð fyrir nokkurri laga-
reglu, í þeim skilningi að allar takmarkandi undantekningar verði
tilgreindar. (Hér má líka skjóta því inn að mér virðist þetta vera mikil-
sverður þátlur þess sem Kelsen hefur í huga þegar hann hamrar á þvi
að réltarskipan sé kvik skipan fremur en stöðug.) Ef réttarsagan er ekki
villandi að þessu leyti — það er að segja ef listinn yfir undan-
tekningarnar er, að minnsta kosti í dæmigerðum tilfellum, opinn í
endann ■— þá getur málflutningur okkar gegn Kelsen í krafti afleiðslu-
trúar ekki gengið. Kenning Kelsens stendur þá óhrakin.
IV
Kelsen virðist hafa talið að kenning sín um að sérhæfar forskriftir leiði
ekki stranglega af alhæfum forskriftum krefjist þess að setningarnar
fjórar frá (1) til (4) séu allar afskrifaðar sem ósannindi. Því fylgir að ef
alhæfar forskriftir vœru setningar, hefðu sannleiksgildi, lýstu stað-
reyndum sem bjóða eða banna, og vœru viðfangsefni rökfræðinnar, þá
mætti leiða gildi sérhæfra forskrifta af gildi alhæfra með strangri
afleiðslu.
Undirrót þessarar skoðunar Kelsens virðist mér vera eins konar
meinloka. Þessi meinloka er næsta útbreidd, ekki aðeins í lögfræði og
réttarheimspeki, heldur einnig í vísindaheimspeki. Hjá Kelsen er þessi
meinloka án efa nátengd tilraun hans til að leggja undirstöðurnar að
allri vísindalegri lögfræði. Meinlokan er sú að almenn sannindi eða
forskriftir (eins og alhæfar forskriftir) beri að láta í ljósi sem skilyrðis-
lausar alhæfingar í skilningi rökfræðinnar: alhæfing er staðhæfing
með sniðinu Öll A eru B eða á táknmáli nútímarökfræði (Vx) (Ax 3
Bx). Slíkar alhæfingar eru taldar hafa ótakmarkað umfang. Þar með
leiðir af þeim, stranglega og undantekningalaust, hvert einasta tilfelli
sem þær ná yfir. Ef við nálgumst þetta efni úr hinni áttinni þýðir það
að eitt einasta gagndæmi — eitt A sem er ekki B — dugir til að
afsanna alhæfinguna.
Þessi mynd af almennum sannindum er naumast rétta myndin á
neinu sviði þar sem almennra sanninda er leitað, jafnvel ekki í náttúru-
vísindum. Tökum sem dæmi ljósbrotslögmál Snells sem ætti að geta