Hugur - 01.01.1994, Blaðsíða 69

Hugur - 01.01.1994, Blaðsíða 69
HUGUR Að gera eða að vera 67 stundu, og háskólar eru gagnteknir af stjórnmálum sem ætlazt cr til að hver háskólakennari vasist í, með þeim afleiðingum að þessar menntastofnanir sem svo vilja heita einkennast flestu öðru fremur af nefndastörfum, ef störf skyldi kalla, með tilhlýðilegum flokkadráttum og undirferli. Og flokkadrættirnir þeir eru sjaldnast milli landsmála- llokka, nema þá af hálf'u hinna lítilsigldustu háskólamanna, heldur til dæmis milli þeirra sem vilja nota límann til að kenna og hinna scm vilja heldur setja nefnd í málið. Þetta kalla ég „stjórnmál“ ekki síður en hitt sem manni er sagt að fari fram í sölum Alþingis. Þá eru menn væntanlega ofurlitlu nær um það hvernig ég skil orðið „stjórnmál“ þegar ég spyr hvort stjórmál hljóti að vera siðlaus. Og þá er að feta sig í áttina að einhvers konar svari. Eg vildi mega byrja á því að slá því fram um þessi stjórnmál að á okkar dögum mótist þau í smáu og stóru af nytjastefnu þeirri sem við höfum þegið í arf frá heimspekingum 19du aldar, frá hugsuðum þeirra tíma er grundvöllur- inn var lagður að því sem heitir „nútímaþjóðfélag“. En þegar ég tala um nytjastefnu á ég ekki við þær hugmyndir sem eru sérkennilegar fyrir höfunda af skóla þeirra Jeremys Bentham og Johns Stuarts Mill. Sú nytjastefna sem ég hef í huga er hugmyndaheimur sem er til að mynda þeim Mill og Karli Marx sameiginlegur. Hann setur til þessa dags jafnan svip á þá frjálshyggju sem rekur ætt sína til Mills — frjálshyggju Miltons Friedman til dæmis — og félagshyggjuna sem Marx átti svolítinn þátt í að móta, fremur nauðugur en viljugur að ég hygg. Og ber nú að geta þess að þótt ég hafi nefnt nafn Friedmans, þá skil ég orðin „frjálshyggja" og „félagshyggja" sem heiti stjórnmála- skoðana en ekki kenninga um efnahagslífið: ekki sem heiti sann- færinga um það hvort arðvænlegra sé að skipa atvinnulífinu með einum hætti eða öðrum, heldur sem heiti sannfæringa um hitt hvernig stjórna skuli mannlegum félagsskap, til að mynda ríki eða háskóla, og þar með hverjir skuli stjórna og hverju. Það er mikilvægur greinar- munur sem hér er gerður. Því þótt til að mynda þeir Mill og Marx hafi verið allmiklir ágreiningsmenn um efnahagsmál — og samt alls ekki eins miklir og oft er látið að liggja — þá voru stjórnmálaskoðanir þeirra ákaflega keimlíkar, sem og sannfæringar þeirra um ýmis önnur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.