Hugur - 01.01.1994, Blaðsíða 47
HUGUR
Frelsi, samfélag og fjölskylda
45
Ekki verða öll vandamál umdæmis einkalífsins leyst á þennan hátt.
Helsta markmið frjálslyndrar heimspeki, er að benda á mikilvægi
friðhelgi einkalífsins sem er réttilega álitin ein af forsendum
einstaklingsfrelsis. Af þessum sökum verður að vera ljóst við hvað er
átt hverju sinni þegar greint er á milli einkalífs og opinbers lífs. Þegar
um fjölskylduna er að ræða verður því að gæta nákvæmni og greina
milli hins opinbera og einkalífsins að því leyti sem það snýr að
fjölskyldu og heimilishaldi (í/ie public and tlie domestic).25 Vegna
skorts á nákvæmni í slíkum aðgreiningum, boða flestar kenningar
frjálslyndra verndun heimilislífsins, til að tryggja friðhelgi einka-
lífsins. Af þessu leiðir að ekki eru gerðar kröfur til fjölskyldunnar um
að fylgja lögmálum réttlætis og jafnréttis. Kenningu frjálslyndra má
því gagnrýna fyrir það að gera ekki ráð fyrir að lögmál réttlætisins
gildi innan fjölskyldunnar. Aukin opinber umræða um barsmíðar á
heimilum og kynferðislegt ofbeldi gegn börnum hefur opnað augu
almennings i'yrir þessari gagnrýni. Það væri ennfremur æskilegt að í
lögum væru betri stuðningsákvæði til handa fjölskyldunni. í
Þýskalandi er t.d. nú búið að setja rétt barna til dagvistunar í lög.
Stjórnmálakenningar þurfa einnig að bregðast við breytingum á skipu-
lagi fjölskyldunnar og öðrum þjóðfélagslegum breytingum sem hafa
áhrif á hana.26 Fjórðungur allra þýskra barna alast upp hjá einungis
öðru foreldri sínu, og sérfræðingar spá því að brátt muni helmingur
þýskra barna alast upp við slíkar aðstæður. Þessi staðreynd ein og sér
sýnir að þörf er á aðgerðum til stuðnings þessu fjölskylduformi.
Kenningar um réttlæti sem taka ekki tillit til kynjamunar í verka-
skiptingu samfélagsins, sem vegur þungt í heildarskipulagi þess, eru
ekki nógu næmar fyrir stöðu fjölskyldunnar. í slíkum kenningum felst
heldur enginn skilningur á því hversu óhagstæð þessi verkskipting er
konum. Algengt er að konur búi við óréttlæti í einkalífinu, vinni tvö-
faldan vinnudag og eigur þeirra og laun séu minni en karla. Þrátt fyrir
aukna vitund um stöðu kvenna, fjölgar stöðugt þeim konum sem búa
við fátækt í velferðarríkjunum. Ef þróunin verður áfram í sömu átt má
25 Sjá Kymlicka, Contemporary Political Philosophy, s. 255 o.áfr.; Okin, Justice,
Gender and the Family, s. 124 o.áfr., og C. Pateman, „Feminist Critiques of the
Public/Private Dichotomy".
26 Sbr. Honneth, „Individualisierung und Gemeinsschaft“.