Hugur - 01.01.1994, Síða 47

Hugur - 01.01.1994, Síða 47
HUGUR Frelsi, samfélag og fjölskylda 45 Ekki verða öll vandamál umdæmis einkalífsins leyst á þennan hátt. Helsta markmið frjálslyndrar heimspeki, er að benda á mikilvægi friðhelgi einkalífsins sem er réttilega álitin ein af forsendum einstaklingsfrelsis. Af þessum sökum verður að vera ljóst við hvað er átt hverju sinni þegar greint er á milli einkalífs og opinbers lífs. Þegar um fjölskylduna er að ræða verður því að gæta nákvæmni og greina milli hins opinbera og einkalífsins að því leyti sem það snýr að fjölskyldu og heimilishaldi (í/ie public and tlie domestic).25 Vegna skorts á nákvæmni í slíkum aðgreiningum, boða flestar kenningar frjálslyndra verndun heimilislífsins, til að tryggja friðhelgi einka- lífsins. Af þessu leiðir að ekki eru gerðar kröfur til fjölskyldunnar um að fylgja lögmálum réttlætis og jafnréttis. Kenningu frjálslyndra má því gagnrýna fyrir það að gera ekki ráð fyrir að lögmál réttlætisins gildi innan fjölskyldunnar. Aukin opinber umræða um barsmíðar á heimilum og kynferðislegt ofbeldi gegn börnum hefur opnað augu almennings i'yrir þessari gagnrýni. Það væri ennfremur æskilegt að í lögum væru betri stuðningsákvæði til handa fjölskyldunni. í Þýskalandi er t.d. nú búið að setja rétt barna til dagvistunar í lög. Stjórnmálakenningar þurfa einnig að bregðast við breytingum á skipu- lagi fjölskyldunnar og öðrum þjóðfélagslegum breytingum sem hafa áhrif á hana.26 Fjórðungur allra þýskra barna alast upp hjá einungis öðru foreldri sínu, og sérfræðingar spá því að brátt muni helmingur þýskra barna alast upp við slíkar aðstæður. Þessi staðreynd ein og sér sýnir að þörf er á aðgerðum til stuðnings þessu fjölskylduformi. Kenningar um réttlæti sem taka ekki tillit til kynjamunar í verka- skiptingu samfélagsins, sem vegur þungt í heildarskipulagi þess, eru ekki nógu næmar fyrir stöðu fjölskyldunnar. í slíkum kenningum felst heldur enginn skilningur á því hversu óhagstæð þessi verkskipting er konum. Algengt er að konur búi við óréttlæti í einkalífinu, vinni tvö- faldan vinnudag og eigur þeirra og laun séu minni en karla. Þrátt fyrir aukna vitund um stöðu kvenna, fjölgar stöðugt þeim konum sem búa við fátækt í velferðarríkjunum. Ef þróunin verður áfram í sömu átt má 25 Sjá Kymlicka, Contemporary Political Philosophy, s. 255 o.áfr.; Okin, Justice, Gender and the Family, s. 124 o.áfr., og C. Pateman, „Feminist Critiques of the Public/Private Dichotomy". 26 Sbr. Honneth, „Individualisierung und Gemeinsschaft“.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.