Hugur - 01.01.1994, Blaðsíða 116

Hugur - 01.01.1994, Blaðsíða 116
114 Ritdómur HUGUR verunda eða eru eyðing verundar, hörgull, eiginleiki, skapari eða höfundur verunda eða þess sem er sagt vera með tilvísun til verundar, eða neitun einhvers þessa eða sjálfrar verundarinnar. Þess vegna segjum við jafnvel að það sem er ckki sé ekki.“ ( Frumspekin IV 2 1003 a33- 10). Þannig er hægt að gera grein fyrir „því að vera“ eins og „hinu heilbrigða" á ólfka vegu. Mikilvægi þessarar kenningar skilst best sé hún borin saman við kenningu Platons, því samkvæmt henni vísar t.d. „hið heilbrigða“ aðeins til frummyndar hins heilbrigða; ein greinargerð fyrir „hinu heilbrigða" dugir. Verundarflokknum er skipt í frumlegar og annarlegar verundir (eða fyrsta og annars stigs).11 Einstaklingar eru frumlegar verundir, en tegund og ætt eru annarlegar. Þessi greinarmunur á einstaklingum og altökum er mikilvægur í allri heimspeki Aristótelesar. Samkvæmt Platoni átti einstaklingurinn hlut- deild í frummynd sinni, sem var upphaflegri og æðri. Frummyndin gerir grein fyrir því sem á hlutdeild í henni. Hins vegar segir Aristóteles: „...skepnan [erj umsögn um manninn, og þá líka um einstaka menn, þvf væri hún ekki umsögn um nokkurn einstakan mann, þá væri hún ekki umsögn um manninn yfirleitl ... allt annað er annað hvort sagt um frumlög úr hópi frumlegu verundanna, eða það er í slíkum frumlögum. Væru frumlegu verundirnar ekki til, gætu aðrir hlutir ekki verið til.“ (Umsagnir 5 2a34-b7). Utgáfa Sigurjóns hefur að geyma, í réttri röð, aðfararorð til lesanda, for- mála, athugasemdir um þýðinguna og heimildir fyrir skýringum, þýðinguna sjálfa með neðanmálsgreinum, orðskýringar, skýringarkafla og loks heimilda- skrá. Almenni formálinn er rúmar þrjár síður. Þar er að finna greinargerð fyrir sögu og áhrifum verksins. Greinargerðin er upplýsandi, en hefði þó mátt vera örlítið ítarlegri og nákvæmari á köflum: „Ritgerðin Umsagnir er eitt örfárra heimspekirita sem aðgengileg hafa verið og lesin frá upphafi (löngum reyndar aðeins í latínuþýðingu), og reyndar eitt þriggja rita sem öldum saman voru kjarninn í þeirri heimspeki sem almennt var lesin.“ (bls. iv) Hér vísar Sigurjón til miðaldahefðarinnar, Boethiusar og Porfyríosar, en skýrir ekki nánar, og minnist síðan aðeins á annað af hinum tveimur ritunum. Hann gerir heldur ekki grein fyrir stöðu verksins innan rökfræðirilanna í greinargerð sinni fyrir sjálfu viðfangsefninu, sem er skýr og skorinorð. Þó vantar fræðilega nákvæmni: „Heimildir standa til þess að upprunalegt heiti verksins hafi verið „Um almælta hluti". Það hefir þá verið eins konar inngangur að verkinu Almæli (Topica) sem er úttekt á rökræðulistinni eins og Aristóteles hafði kynnst henni." (bls. v) Hérer hvorki getið þessara heimilda né gerð skiljanleg 11 Öðrum umsagnarflokkum er ekki skipt á sama hátt í þessu verki, en þó má finna skiptinguna í Almœlum 103 ^27-39.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.