Hugur - 01.01.1994, Blaðsíða 124
Skýrsla
stjórnar Félags áhugamanna um heimspeki
17. starfsár (1992-1993)
Á aðalfundi Félags áhugamanna um heimspeki 17. maí 1992 var kosin
ný stjórn í félaginu. Hana skipuðu: Gunnar Harðarson, formaður,
Salvör Nordal, gjaldkeri, Björn Þorsteinsson, ritari. Meðstjórnendur
voru Ágúst Hjörtur Ingþórsson og Guðrún C. Emilsdóttir. Hér fer á
eftir skýrsla yfir störf félagsins á 17. starfsári þess, nánar tiltekið á
tímabilinu frá 17. maí 1992 til 28. maí 1993.
Stjórnin hafði tvö markmið á stefnuskrá sinni. Annað var að koma
lagi á útgáfu tímarits félagsins, hitt var að standa að hefðbundnu
fyrirlestrahaldi, en þó aðeins í hóflegum mæli, enda hefur starfsemi
ýmissa aðila á þessu sviði verið með mesta móti undanfarin ár. Má þar
nefna nemendur í heimspeki við Háskólann, sem efndu til fyrirlestra-
raðar um efnishyggju á útmánuðum 1992, svo og Siðfræði stofnun
Háskóla Islands, en á opinberum vettvangi hefur verið allmikil eftir-
spurn eftir „þjónustu" hennar, ef svo má að orði komast. Þá hefur
verið gott samstarf með félaginu og stofnunum þeim sem tengjast
Háskólanum. Hefur félagið til að mynda haft aðgang að skrifstofu
Heimspekistofnunar og haldið fyrirlestra í samvinnu við
Siðfræðistofnun.
í júní 1992 tókst að koma út 3.-4. árgangi (1990-1991) af tímariti
félagsins. Ritstjóri var Ágúst Hjörtur Ingþórsson. Hugur var að þessu
sinni helgaður bandariska heimspekingnum W.V. Quine. I heftinu
birtist þýðing Þorsteins Hilmarssonar á einni frægustu grein Quines,
„Tvær kreddur raunhyggjumanna“. Auk þess var þar ritgerð um Quine
og kenningar hans um merkingu eftir Árna Finnsson og viðtal sem
Mikael Karlsson tók við Quine meðan á íslandsheimsókn hans stóð í
júní 1980. Ennfremur var í ritinu grein eftir Atla Harðarson um frelsi
viljans, og tveir fyrirlestrar sem fluttir voru á vegum Félags
áhugamanna um heimspeki haustið 1991: „Hlutur ímyndunar í
þekkingu" eftir Skúla Pálsson og ,Járnbúr skrifræðis og skynsemi“