Hugur - 01.01.1994, Blaðsíða 89

Hugur - 01.01.1994, Blaðsíða 89
HUGUR Að gera eða að vera 87 heldur er: löngunarfulla hugsun eða hugsandi löngun. Og slík orsök er maðurinn. ^ Og hyggjum nú að. Við sögðum að samkvæmt kenningu Aristótelesar sé tæknilegt val aldrei eina val manns sem velur milli ólíkra kosta. Einbert tæknilegt val er ekki réttnefnt val. En getum við réttlætt þetta þegar við höfum fyrir okkur skilgreiningu á vali sem „löngunarfullri hugsun eða hugsandi löngun"? Því skyldum við ekki segja að breyskur maður, sem vandar sig við að koma konu til við sig, velji kostinn sem hann tekur— breyti af ásetningi, að yfirlögðu ráði, viljandi en ekki óvilj- andi? Hann langar vissulega til þess að gera það sem hann gerir — það er nú einmitt meinið. Og hugur manns er fullur af yfirvegun. Nú flýgur til dæmis í hann að færa sig yfir í sófann til hennar af því að hann hefur reiknað út að hann geti einmitt notað tækifæri sem þar býðst lil að koma svolítið tvíræðri fyndni á framfæri. Og þetta gerir hann, sezt í sófann. Og nú komumst við ekki hjá því að spyrja: hvað í ósköpunum er Aristóteles að fara þegar hann neitar því að þessi maður velji — að gerðir hans ráðist af proairesis? Svar Aristótelesar er að finna í kaflanum sem ég var að lesa eftir hann. Þar segir hann: „Þess vegna getur ekkert val verið án skynsemi og siðferðis.“ í setningunni á undan þessari er enga ástæðu að sjá til þess að hann kippi siðferði manns allt í einu inn í dæmið; og þó byrjar setningin á „þess vegna“. Nú, næsta setning byrjar á „því“: „Því menn vinna hvorki góð verk né ill í breytni sinni nema með hugsun og siðferði." Og litlu síðar klykkir hann úl með því að segja að hið endanlega markmið manns sé ekki ncilt sem hann býr til, hcldur breytni hans. Þetta markmið er að breyta vel, og það er það sem menn langar til. Þess vegna er val löngunarfull hugsun eða hugsandi löngun — og slík orsök atburða er maðurinn. Við höfum nú velt fyrir okkur hugleiðingum Aristótelesar um proairesis, sem við köllum „val“. En við eigum að vera að tala um viljann, þann vilja hvers okkar sem Sókrates kenndi að gæti ekki með 28 Aristóteles, Etliica Nicomacliea, VI, 1139 a 17-1139^*5. Útlegging mín styðst við G.E.M. Anscombe: „Thought and Action in Aristotle: What is ‘Practical Truth’?" hjá Renford Bambrough, New Essays on Plato and Aristotle, (London: Routhledge and Kegan Paul, 1965) s. 143-158.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.