Hugur - 01.01.1994, Síða 89
HUGUR
Að gera eða að vera
87
heldur er: löngunarfulla hugsun eða hugsandi löngun. Og slík orsök er
maðurinn. ^
Og hyggjum nú að.
Við sögðum að samkvæmt kenningu Aristótelesar sé tæknilegt val
aldrei eina val manns sem velur milli ólíkra kosta. Einbert tæknilegt
val er ekki réttnefnt val. En getum við réttlætt þetta þegar við höfum
fyrir okkur skilgreiningu á vali sem „löngunarfullri hugsun eða
hugsandi löngun"? Því skyldum við ekki segja að breyskur maður,
sem vandar sig við að koma konu til við sig, velji kostinn sem hann
tekur— breyti af ásetningi, að yfirlögðu ráði, viljandi en ekki óvilj-
andi? Hann langar vissulega til þess að gera það sem hann gerir —
það er nú einmitt meinið. Og hugur manns er fullur af yfirvegun. Nú
flýgur til dæmis í hann að færa sig yfir í sófann til hennar af því að
hann hefur reiknað út að hann geti einmitt notað tækifæri sem þar
býðst lil að koma svolítið tvíræðri fyndni á framfæri. Og þetta gerir
hann, sezt í sófann. Og nú komumst við ekki hjá því að spyrja: hvað í
ósköpunum er Aristóteles að fara þegar hann neitar því að þessi
maður velji — að gerðir hans ráðist af proairesis?
Svar Aristótelesar er að finna í kaflanum sem ég var að lesa eftir
hann. Þar segir hann: „Þess vegna getur ekkert val verið án skynsemi
og siðferðis.“ í setningunni á undan þessari er enga ástæðu að sjá til
þess að hann kippi siðferði manns allt í einu inn í dæmið; og þó byrjar
setningin á „þess vegna“. Nú, næsta setning byrjar á „því“: „Því menn
vinna hvorki góð verk né ill í breytni sinni nema með hugsun og
siðferði." Og litlu síðar klykkir hann úl með því að segja að hið
endanlega markmið manns sé ekki ncilt sem hann býr til, hcldur
breytni hans. Þetta markmið er að breyta vel, og það er það sem menn
langar til. Þess vegna er val löngunarfull hugsun eða hugsandi löngun
— og slík orsök atburða er maðurinn.
Við höfum nú velt fyrir okkur hugleiðingum Aristótelesar um
proairesis, sem við köllum „val“. En við eigum að vera að tala um
viljann, þann vilja hvers okkar sem Sókrates kenndi að gæti ekki með
28 Aristóteles, Etliica Nicomacliea, VI, 1139 a 17-1139^*5. Útlegging mín
styðst við G.E.M. Anscombe: „Thought and Action in Aristotle: What is
‘Practical Truth’?" hjá Renford Bambrough, New Essays on Plato and
Aristotle, (London: Routhledge and Kegan Paul, 1965) s. 143-158.