Hugur - 01.01.1994, Blaðsíða 16

Hugur - 01.01.1994, Blaðsíða 16
14 Wayne Norman HUGUR ekki á sama hátt og við aðgreinum form frá innihaldi. Margar af þessum forsendum er hægt að skoða meðvitað, endurskoða og breyta í samræmi við innihald kenninga okkar. Mér er raunar ekki ljóst, þrátt fyrir að ég sé ákafur fylgismaður þessarar aðferðafræði (og því tala ég um þessa aðferðafræði sem ,,okkar“), á hvaða hátt mætti reyna að verja suma af grunnþáttum hennar. En mér virðist þó að hér sé komið gott tilefni til að fara að ræða aðferðafræði. Önnur ástæða fyrir því að hún skiptir máli, er að aðferðafræði- legar forsendur geta haft umtalsverð áhrif á innihald þeirrar kenn- ingar sem tiltekinn heimspekingur er hallur undir. Staðreyndin gæti vel verið sú, að heppilegra sé að staðsetja helstu deiluefni heimspekinga, flokka þeirra og jafnvel ágreining milli heimspeki- hefða, innan þeirrar aðferðafræði sem ég vil reyna að kortleggja. Rannsókn í þeim anda gæti til dæmis leitt til þeirrar niðurstöðu að tvær kenningar sem virðast andstæðar, séu í raun svör við tveim ólíkum spurningum, en ekki tvö svör við sömu spurningu sem velja þarf á milli.4 Þá geta forskriftarkenningar verið mjög misvísandi sökum ágreinings um dýpri heimspekileg viðfangsefni og um tengsl þessara viðfangsefna við forskriftarkenningar um stjórnmál. Loks er þriðja og einfaldasta ástæðan sú að ég trúi því að rannsókn á aðferðafræði í anda Rawls skipti máli ef við viljum skilja ástæðurnar fyrir því hvernig kenningar Rawls sjálfs hafa þróast upp á síðkastið. Astæðan fyrir þessu er sú, eins og ég vík að undir lok ritgerðarinnar, að þessa þróun má skýra með tilvísun til þess að Rawls fellst sjálfur á afleiðingar tiltekinnar aðferðafræði. í því sem á eftir fer mun ég skipta viðfangsefninu í þrjá tengda flokka. Ég mun fjalla almennt um viðfangsefni eða markmið stjórnmálaheimspeki, um hugmyndina um réttlœtingu, og loks um þá sértæku aðferð eða rökreglur sem helst dugir til að takast á við viðfangsefnin. 4 Ég tel að þetta muni útskýra hluta af þeim ágreiningi sem sagður er vera milli til dæmis Rawls og David Gautiers, þótt margt beri á milli að sjálfsögðu, sbr. nýjustu bækur þeirra beggja; John Rawls, Political Liberalism (New York: Columbia University Press, 1993) og David Gautier, Moral Dealing: Conlract, Ethics and Reason (Ithaca, N.Y.: Cornell University Press, 1990).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.