Hugur - 01.01.1994, Blaðsíða 23
HUGUR
Aðferðafrœði í anda Rawls
21
heimspekilegra viðfangsefna.1'18 í þessu felst þó ekki að greinar
okkar og bækur verði í sjálfu sér að vera aðgengilegar leikmönnum,
ekki einu sinni leiðarahöfundum dagblaðanna.1^ En þó er gerð krafa
um að við séum fær um að setja fram frernur aðgengileg,
yfirgripsmikil og sannfærandi rök fyrir lögmálum, og að við séum
fær um að sýna hvernig eigi að beita þessuin lögmálum á
raunveruleg vandamál senr snerta stjórnarskrár, stofnanir og
stefnumörkun. Fram til daga Hegels var öll stjórnmálaheimspeki í
þessum dúr. Þeim sem aðhyllast aðferðafræði í anda Rawls finnst
full ástæða til að svo verði áfram.
Aðferðafrœðilegar meginreglur
Þær tilgátur og hugleiðingar um viðfangsefni stjórnmálaheimspeki
og um hugmyndir um réttlætingar sem hér hafa verið settar fram,
leiða beint til nokkurra aðferðafræðilegra meginreglna. Þessar
meginreglur, eða þumalfingursreglur, má líta á sem svör við
spurningunni: „Hvernig ættum við að sannfæra einhvern annan (eða
okkur sjálf þegar við erum á báðum áttum) um að fallast beri á
tiltekin lögmál og þær stofnanir sem af þeinr leiða — ef við höfum
jafnframt í huga nauðsyn þess að ólíkir en einlægir og góðviljaðir
borgarar fylgi þessum lögmálum og sannfærist af þeim rökum sem
viö færum fyrir þcim?""11
18 Buchanan, Secession: Tlie Morality of Political Divorce from Fort Sumter to
Lithuania and Quebeck (Boulder, Colorado: Westview Press, 1991), s. xii.
Þetta er í raun kjarninn í því skilyrði sem Rawls setur um að lögmál,
forsendur og rök réttláts samfélags séu öllum aðgengileg [Tlte publicity
condition]; sjá Political Liberalism, s. 66-71.
19 Hagfræðikenningar um stjórnmál eru dæmi um viðfangsefni sem er óskiljanlegt
í fræðilegri framsetningu þeim sem ekki skilja stærðfræði, en sem hægt er að
setja fram (með nokkrum fórnum þó) þannig að efnið eigi erindi í almenna um -
ræðu. Megnið af samtímakenningum í anda frjálslyndis og jöfnuðar er hvorki
eins flóknar og hagfræðikenningarnar né krefst umskrift yfir f hversdagslegra
mál eins mikilla fórna. „Við megum búast við því að sjá að því djúpstæðari
sem deilurnar eru, því sértækari verður umræðan að verða til að sjá megi rætur
þeirra skýrt og greinilega.“ - segir Rawls í Political Liberalism, s. 46.
20 Flest okkar munu einnig feta í fótspor Rawls og ganga útfrá fjölmörgum
hversdagslegum staðreyndum stjórnmálafræði sem gefnum — staðreyndum af
því tagi sem Rawls hefur verið mikið í mun að draga fram í dagsljósið
síðastliðinn áratug — þótt fæst okkar hafi nýtt þessar staðreyndir með sama
hætti og Rawls. Hann hefur meðal annars lagt áherslu á ,,i) fjölhyggju sem