Hugur - 01.01.1994, Síða 69
HUGUR
Að gera eða að vera
67
stundu, og háskólar eru gagnteknir af stjórnmálum sem ætlazt cr til að
hver háskólakennari vasist í, með þeim afleiðingum að þessar
menntastofnanir sem svo vilja heita einkennast flestu öðru fremur af
nefndastörfum, ef störf skyldi kalla, með tilhlýðilegum flokkadráttum
og undirferli. Og flokkadrættirnir þeir eru sjaldnast milli landsmála-
llokka, nema þá af hálf'u hinna lítilsigldustu háskólamanna, heldur til
dæmis milli þeirra sem vilja nota límann til að kenna og hinna scm
vilja heldur setja nefnd í málið. Þetta kalla ég „stjórnmál“ ekki síður
en hitt sem manni er sagt að fari fram í sölum Alþingis.
Þá eru menn væntanlega ofurlitlu nær um það hvernig ég skil orðið
„stjórnmál“ þegar ég spyr hvort stjórmál hljóti að vera siðlaus. Og þá
er að feta sig í áttina að einhvers konar svari. Eg vildi mega byrja á
því að slá því fram um þessi stjórnmál að á okkar dögum mótist þau í
smáu og stóru af nytjastefnu þeirri sem við höfum þegið í arf frá
heimspekingum 19du aldar, frá hugsuðum þeirra tíma er grundvöllur-
inn var lagður að því sem heitir „nútímaþjóðfélag“. En þegar ég tala
um nytjastefnu á ég ekki við þær hugmyndir sem eru sérkennilegar
fyrir höfunda af skóla þeirra Jeremys Bentham og Johns Stuarts Mill.
Sú nytjastefna sem ég hef í huga er hugmyndaheimur sem er til að
mynda þeim Mill og Karli Marx sameiginlegur. Hann setur til þessa
dags jafnan svip á þá frjálshyggju sem rekur ætt sína til Mills —
frjálshyggju Miltons Friedman til dæmis — og félagshyggjuna sem
Marx átti svolítinn þátt í að móta, fremur nauðugur en viljugur að ég
hygg. Og ber nú að geta þess að þótt ég hafi nefnt nafn Friedmans, þá
skil ég orðin „frjálshyggja" og „félagshyggja" sem heiti stjórnmála-
skoðana en ekki kenninga um efnahagslífið: ekki sem heiti sann-
færinga um það hvort arðvænlegra sé að skipa atvinnulífinu með
einum hætti eða öðrum, heldur sem heiti sannfæringa um hitt hvernig
stjórna skuli mannlegum félagsskap, til að mynda ríki eða háskóla, og
þar með hverjir skuli stjórna og hverju. Það er mikilvægur greinar-
munur sem hér er gerður. Því þótt til að mynda þeir Mill og Marx hafi
verið allmiklir ágreiningsmenn um efnahagsmál — og samt alls ekki
eins miklir og oft er látið að liggja — þá voru stjórnmálaskoðanir
þeirra ákaflega keimlíkar, sem og sannfæringar þeirra um ýmis önnur