Hugur - 01.01.1994, Qupperneq 108

Hugur - 01.01.1994, Qupperneq 108
106 Mikael M. Karlsson HUGUR Michael Scriven gaf staðhæfingum sem láta slík almenn sannindi í ljósi sérstakt nafn. Hann kallaði þau venjustaðhæfingar (normative statements), og ég mun hér á eftir nota þetta heiti Scrivens. Scriven hélt því fram að regludómar yrðu almennt talað ekki greindir sem staðhæfingar um likindi, og ennfremur að lýsingar á tilfellunum sem falla undir regludóm leiddi ekki stranglega af honum.23 Segjum að Fagurgali sé kjúklingur. Hvað getum við ályktað um hann af regludómnum (til aðgreiningar frá skilyrðislausu alhæfingunni eða líkindadómnum) að kjúklingar hafi vængi? Ég held að við getum ályktað að Fagurgali hafi vængi. En ályktunin er ekki afleiðslu- ályktun, að minnsta kosti ekki í viðteknum skilningi á afleiðslu, því að ef það skyldi koma í ljós að niðurstaða hennar standist ekki, það er ef það skyldi koma í ljós að Fagurgali sé vængjalaus, þá værum við ekki tilneydd að neita því að ályktunin sé gild eða að hafna annarri hvorri forsendu okkar (eða báðum): regludómnum að kjúklingar hafi vængi eða þeirri skoðun að Fagurgali sé kjúklingur.24 Á hinn bóginn er ályktunin ekki heldur óbrotin aðleiðsluályktun, í neinum venjulegum skilningi á aðleiðslu, því hún er bersýnilega ályktun af almennum sannindum um tilfelli sem fellur undir þau. Hún er ekki ályktun um almenn sannindi af röð einstakra tilfella, né heldur virðist hún vera ályktun af mörgum einstökum tilfellum til nýs einstaks tilfellis, og þetta eru ályktanirnar sem oftast eru kallaðar aðleiðsluályktanir. Það Aristóteles virðist halda fram. í athugasemdum um aðferðafræði í Siðfrœði Nikkómakeusar segir Aristóteles: „Verði viðfangsefninu gerð svo skýr skil sem mögulegt er, verður greinargerðin mátuleg, því greinargerðir gefa ekki allar kost á sömu nákvæmni frekar en iðngreinar. . . . Það sem er gott er ámóta brigðult vegna skaðans sem oft hlýst af; ... Látum því nægja að sýna sannleikann í grófum dráttum þegar við ræðum þessa hluti út frá slíkum forsendum; látum nægja að fjalla um hlutina eins og þeir eru yfirleitt og ganga að þess háttar forsendum vísum og haga niðurstöðum eftir því. Það ber að skilja allt sem sagt verður þessum skilningi, því einkenni menntaðs manns er að vænta nákvæmni í hvers kyns málum að því marki sem eðli málsins leyfir." (1094b12-25) [Þýðing Svavars H. Svavarssonar]. Afleiðslusinnar horfa framhjá eða hundsa þessa ráðleggingu Aristótelsar. 23 Sjá ritgerð hans „Truisms as the Grounds for Historical Explanations", Theories of History, Patrick Gardiner ritstj., (New York: The Free Press, 1959), s. 443-475. í þessu samhengi skiptir §3.4 í ritgerð Scrivens miklu máli. Þeir sem þekkja til rita Scrivens munu sjú að bragði að ég á honum mikið að þakka. 24 Ef ályktunin væri afleiðsluályktun værum við tilneydd, eftir viðteknum skoðunum, annaðhvort að afneita gildi ályktunarinnar eða rengja eina eða fleiri af forsendunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.