Hugur - 01.01.1994, Page 42

Hugur - 01.01.1994, Page 42
40 Sigríður Þorgeirsdóttir HUGUR Afstaða í anda Walzers er mun skyldari sjónarmiðum femínista en „samciningarviðbrögð“ Sandels og Maclntyres; innan hennar rúmast fjölbreytileg markmið og verðmætamat, jafnvel þótt hún geri einstökum aðstæðum og viðmiðum hærra undir höfði en almennum. Af þessari ástæðu hafa hugsuðir á borð við Rawls og Habermas, sem álfta réttlætið höfuðkost samfélagsins, gagnrýnt kenningu samfélags- sinna og talið hana skorta almenna mælikvarða til að greina á milli siðferðilega réttmætra og siðferðilega ótækra viðmiða og reglna. Hugmyndin um áhrifamátt sameiginlegs verðmætamats, sem Sandel og Maclntyre halda fram, getur þess vegna verið í andstöðu við for- gangsrétt frelsisins, og í samfélagi sem byggist á þessari hugmynd er mun hættara við að hagsmunir kvenna verði fyrir borð bornir, eins og eftirfarandi dæmi sýnir. Fyrir rétt rúmu ári komst í hámæli mál fjórtán ára gamallar írskrar stúlku sem hafði orðið ófrísk eftir nauðgun. Eins og kunnugt er leyfir stjórnarskrá Ira ekki fóstureyðingar og því fór þetta mál fyrir dóm- stóla. I fyrstu var stúlkunni ckki einungis meinað lögum samkvæmt að gangast undir fóstureyðingu, heldur var henni einnig meinað að fara úr landi næstu mánuði þar sem talið var að hún hefði í hyggju að fara í fóstureyðingu á Englandi. Skömmu eftir að í ljós kom að stúlkan var í sjálfsmorðshættu var henni leyft að fara úr landi. Þetta atvik er dæmigert fyrir þann vanda sem skapast þegar ríki tekur sameiginlega velferð fram yfir rétt einstaklingsins. Réttur stúlkunnar til að taka ákvarðanir um eigin líkama var í þessu tilviki álitinn óæðri hugmyndinni um grundvallargæði. Sú hugmynd er að uppruna trúarleg og kveður á um upphaf mannlegs lífs og stöðu kvenna í samfélaginu. Segja má að írska ríkið hafi beitt fyrir sig rösemdafærslu í anda samfélagskenningar í þessu máli. í stað þess að vera „hlutlaust ríki“ gekk það út frá ákveðnu verðmætamati og hugmyndum um hvernig þegnunum beri að lifa í samræmi við það.11 Samfélagssinnar eru ósammála frjálslyndum um hlutleysi ríkisins vegna þeirrar trúar sinnar að fyrirmyndarrfkið fái aðeins staðist sé sameiginleg velferð leiðarljós stjórnmálanna. Samkvæmt hugmynd frjálslyndra um hlutleysi ríkisins er sjálfræði einstaklingsins fólgið í því að mat á velferð og lífsgæðum er í hans höndum en ekki ríkisins. II B. Rössler, „Der ungleiche Wert der Freiheit. Aspekte fcministischer Kritik am Liberalismus und Kommunitarismus", Anatyse und Krilik 1 (1992), s. 79.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.