Hugur - 01.01.1994, Page 19
HUGUR
Aðferðafrœði í anda Rawls
17
Hugmynd um réttlœtingu
Ef við styðjumst við reglukenningar og lögmál þegar við rétt-
lætum eða gagnrýnum stofnanir, hvernig réttlætum eða gagnrýnum
við þá reglurnar og lögmálin? Ef við umorðum þessa spurningu
sem svo: Gagnvart hverjum erum við að réttlæta kenningar okkar?
— verðum við kannski einhverju nær. Ástæðan er sú að fylgjendur
aðferðafræði í anda Rawls líta á réttlætingu sem ferli þar sem
dregið er úr ágreiningi við ákveðin hóp andstæðinga á sanngjarnan
og skynsamlegan máta. Eða eins og Rawls útskýrir í einni af síð-
ustu (og því minnst lesnu) málsgreinunum í Kenningu um réttlæti:
réttlæting er rökræða við þá sem við erum ósammála, eða okkur sjálf
þegar við erum á báðum áttum. Hún gerir ráð fyrir að um árekstur
sjónarhorna sé að ræða og að við leitumst við að sannfæra aðra, eða
okkur sjálfa, um sanngirni þeirra reglna sem við byggjum skoðanir
okkar og dóma á. Þar sem henni er ætlað að sætta með skyn samlegum
rökum, þá byrjar réttlæting á því sem allir aðilar deilunnar eiga
sameiginlegt. Ef allt er eins og best verður á kosið, þá felst í því að
rökstyðja réttlætishugmynd gagnvart einhverjum að færa sönnur á
réttlætislögmál hugmyndarinnar á grundvelli forsendna sem báðir
aðilar fallast á: afleiðingarnar af þessum lögmálum verða síðan
einnig að koma heim og saman við yfirvegaða dóma okkar. Einföld
sönnun er því ekki réttlæting. Sönnun sýnir einungis fram á rökleg
tengsl milli fullyrðinga. En sannanir verða að réttlætingum þegar
við í sameiningu föllumst á upphafsatriðin, eða þá að niðurstöðurnar
eru svo víðfeðmar og knýjandi að þær sannfæra okkur um trúverðug-
leika þeirra hugmynda sem fram koma f forsendunum.^
Það er margt sem þessi málsgrein segir beint um réttlætingar eða
gefur í skyn, enda er hér að finna nokkrar fullyrðingar sem sumar
víkja talsvert frá áhrifaríkum hugmyndum um réttlætingar í sögu
siðfræðinnar.
í fyrsta lagi þá felst í þessum hugmyndum Rawls afneitun á því
að réttlætingar byggi á sjálfljósum lögmálum, sérstaklega þegar
slík lögmál eru á einhvern máta utan við siðfræðina, svo sem skyn-
semi, guð eða mannlegt eðli, eða byggi á sértækum sannleika,
gildum eða „ytri“ náttúrulögmálum sem eru hluti af eðli eða gerð
9 A Theory of Justice, s. 580-81. Sjá einnig Political Liberalism, s. 100 og Chael
Perelman, Justice (New York: Random House, 1967), s. 64.