Hugur - 01.01.1994, Page 126
124
Skýrsla stjórnar
HUGUR
kennslu í grunn- og framhaldsskólum. í heftinu voru birtar greinar um
þau efni eftir Hrein Pálsson, Þorstein Hjartarson, Atla Harðarson og
Kristján Kristjánsson. Auk þess var þar viðtal við Matthew Lipman
sem Agúst Borgþór Sverrisson tók meðan á íslandsheimsókn Lipmans
stóð. Ennfremur var í ritinu „Sendibréf um frelsi“ eftir Kristján
Kristjánsson, viðtal við Karl Popper sem Gunnar Ragnarsson þýddi og
ritgerðin „Hvernig Descartes er fornlegur“ eftir Eyjólf Kjalar
Emilsson. Loks birtist ritdómur eftir Kristínu Höllu Jónsdóttur og
Skúla Sigurðsson. Auk þess var greint frá því helsta sem komið hefur
út á íslensku um heimspekileg efni á undanförnum árum.
Sunnudaginn 21. febrúar 1993 hélt Páll Skúlason prófessor fyrir-
lestur á vegum félagsins í Lögbergi. Fyrirlesturinn nefndist: „Hver er
hinn sanni heimur?“ f fyrirlestrinum gagnrýndi Páll hinn ævaforna
greinarmun á milli hverfuls reynsluheims og fullkomins handanheims.
Jafnframt reifaði hann hugmyndir sínar um tengsl náttúruheims,
mannheims og hugarheims. Birtist fyrirlesturinn í bókinni Erindi
siðfrœðinnar, sem út kom síðla árs 1993.
Laugardaginn 27. mars 1993 hélt Guðmundur Heiðar Frímannsson
fyrirlestur á vegum Siðfræðistofnunar og Félags áhugamanna um
heimspeki. Fyrirlesturinn nefndist „Sjálfræði". í fyrirlestrinum
leitaðist Guðmundur við að skilgreina hugtakið sjálfræði og alhuga
hvort menn hefðu skilyrðislausan rétt til sjálfræðis. Fyrirlestur
Guðmundar birtist í Erindi siðfrœðinnar.
Mánudaginn 19. apríl 1993 hélt Jóhann Björnsson fyrirlestur á
vegum félagsins sem nefndist: „Rétturinn til dauðans og samræðan
um sjálfsvíg". f fyrirlestrinum ræddi Jóhann þá spurningu hvort menn
hafi rétt til sjálfsvígs og hvernig umræðunni um þessi mál sé háttað.
Jóhann Björnsson lauk BA prófí frá Háskóla íslands árið 1992 og var
fyrirlesturinn unninn upp úr BA ritgerð hans.
Föstudaginn 28. maí 1993 var aðalfundur félagsins haldinn í stofu
201 í Lögbergi. Eins og sagði í fundarboði var afráðið að falla frá
frekara fyrirlestarahaldi á vegum félagsins vegna mikilla ráðstefnu-
halda og málþinga á vegum Siðfræðistofnunar og Heimspekistofnunar
í lok apríl og byrjun maí, auk hinnar miklu ráðstefnu IVR um
réttarheimspeki í lok maí og byrjun júní, sem greint var frá í tímariti
félagsins (Hugur, 1992, bls. 119). Því var að þessu sinni einungis
haldinn hefðbundinn aðalfundur þar sem málefni félagsins og staða