Hugur - 01.01.1994, Síða 39
HUGUR
Frelsi, samfélag ogfjölskylda
37
Það má líta á gagnrýni Gilligans á kenningu Lawrence Kohlbergs
um siðferðisþroska sem óbein andmæli gegn siðfræði frjálslyndis-
stefnunnar, þar sem hugmyndir Kohlbergs um cfsta stig siðferðis-
þroska, hið svokallaða „framsæmisstig“ (postconventional) eru af
líkum toga og kenning Rawls um réttlætið.5 6 Gilligan ögrar hugnrynd
Kohlbergs um hina sjálfráðu siðferðisveru sem fellir dóma í samræmi
við algild lögmál, og vill að aðstæðubundnir dómar, eða dómar sem
grundvallast á umhyggjusjónarmiðum og ábyrgðartilfinningu, sem
konur eru að hennar mati lfklegri til að fella, njóti sömu viður-
kenningar. Hún heldur því fram að þessa umhyggjusiðfræði (etliic of
care), sem þurfi vissulega ekki að cinskorðast við konur, beri ekki að
túlka sem velsæmisstig siðferðis, eins og í kenningu Kohlbergs, heldur
sem siðfræði senr rísi jafn hátt og sé jafnvel æðri hreinni
réttlætissiðfræði (ethic of justice).
Kenning Gilligans unr að rökhugsun um siðferðileg efni sé háð
kynferði, cr vafasöm og scnnilega óásættanleg eins og hún setur hana
fram/’ Það er líka full ástæða til að andmæla þeim verufræðilega
kynjamun sem kenningin elur á. Samt sem áður endurspegla
hugmyndir Gilligans um siðferðilega afstöðu sem á að vera dæmigerð
fyrir konur, reynslu kvenna af því að vera ábyrgar fyrir umönnunar-
og aðhlynningarstörfum jafnt innan heimilis sem utan. Hvað þann þátt
varðar sýnir umhyggjusiðfræði Gilligans fram á stjórnmálalegt mikil-
vægi einkalífsins (að svo miklu leyli sem líta má á umönnunarstörf
almennt sem framlengingu á verkum kvenna innan heimilanna, and-
stætt öðrum störfum á vinnumarkaði). Auk þessa bendir Gilligan á
þætti siðferðilegrar reynslu sem eru vanræktir í frjálslyndum siðfræði-
kenningum. Hún telur þörf á að gefa meiri gaum að því samhengi sem
siðferðisdómar eru felldir í. Eins og samfélagssinnar hafa líka haldið
5 í kenningu sinni um siðferðisþroska skilgreinir Kohlberg þrjú aðalstig
siðferðisþroska, postconventional (framsæmisstig), conventional (velsæmisstig) og
preconventional (forsæmisstig). Höfundur þakkar Wolfgang Edelstein þýðingu
þessara hugtaka. Sjá L. Kohlberg, Essays on nwral development, Vol. 1: The
philosophy of moral development (San Francisco: Harper & Row, 1981).
6 Sbr. t.d. L. Walker, „Sex Differences in the Development of Moral Reasoning: a
Critical Rcview", Child Development, 55 (1984), s. 677-691. Sjá nánari umfjöllun
um hugmyndir Gilligans í grein minni „Er til kvennasiðfræði? Hugleiðingar um
hugmyndir Carol Gilligans um kvennasiðfræði og þýðingu þeirra fyrir siðfræði
Kvennalistans", Rit Rannsóknastofu í kvennafrœöum, Þórunn Sigurðardóttir og
Ragnhildur Richter ritstj. (Reykjavík, 1994).