Hugur - 01.01.1994, Page 90
88
Þorsteinn Gylfason
HUGUR
neinu móti verið sá að vera slæniur maður. Og raunar hefðum við sem
bezt getað orðað efasemdir okkar um einstök atriði í heilabrotum
Aristótelesar með því að tala um vilja fremur en val. Við hefðum
getað undrazt það hvers vegna breyskur maður gæti ekki talizt hafa
vilja til ánægjulegrar næturstundar með konu bezta vinar síns. Og í
kaflanum okkar úr Vltu bók Siðfrœðinnar höfum við drög að svari við
þessari spurningu. Það er vegna þess að breyskur maður getur ekki
sagt: „Þetta kalla ég að breyta vel: Þelta er það sem ég vil vera: maður
sem bezti vinur hans getur ekki treyst til að sjá konuna sína í friði.“
Síðari tilgáta mín um viljann er þá sú að vilji krefjist siðferðis —og
það siðferðis til aðgreiningar frá einberri siðferðisvitund, því siðferðis-
vitundina hefur hinn breyski þrátt fyrir allt. Og að hafa siðferði er
meðal annars í þvf fólgið að breyta í Ijósi þess hvers konar manneskja
maður vill vera.
Samkvæmt þcssu snýst siðferði uni að vera en ekki að gcra. Og
þann vísdóm getum við ekki einungis sótt til þeirra Platóns og Aristó-
telesar, heldur raunar líka til Páls postula þar sem hann segir að fyrir
Guði réttlætist enginn maður af lögmálsverkum. Að Páli hef ég það
eitt að finna að þar sem hann talar um trú vil ég tala um siðferði og
segja: „Vér álítum því að maðurinn réttlætist af siðferði án lögmáls-
verka.“ Og bæta síðan við eins og hann: „Gjörum vér þá lögmálið að
engu með siðferðinu? Fjarri fer því; heldur staðfestum vér lögmálið.“
Eg hef þegar reynt að sýna fram á siðleysi athafnasiðfræðinnar,
lögmálssiðfræðinnar. Og þau rök mín hygg ég séu jafngild gegn nytja-
stefnu Mills, viðmiðakenningu Hares, athafnahyggju Marx, tilvistar-
speki Sartres. Ameríkumenn hafa þann ágæta sið á almennings-
salernum að fylla þar alla veggi með hvers konar áletrunum. Ég þekki
enga betri en þá sem stóð á hurð á kjallaraklósetti í háskólabóka-
safninu á Harvard:
To do is to be.
J.S. Mill
To be is to do.
J.-P. Sartre
Do-be-do-be-do.
F. Sinatra
Og hér var það Frank Sinatra sem hafði á réttu að standa. Að vcra og
að gera er ekki eitt. Það er tvennt, og tvennt ólíkt.