Hugur - 01.01.1994, Side 86
84
Þorsteinn Gylfason
HUGUR
Stuldurinn er auðvitað ekki valdbeiting. Hins vegar er það valdbeiting
ef kennari gefur nemanda lægri einkunn en hann á skilið í því skyni að
fella hann. Af þessu virðist mega ráða að valdbeitingin krefjist þess að
kennarinn beiti áhrifum sínum sem kennari. Þetta atriði skýrist
kannski betur ef við hugsum okkur þá aðferð kennarans að gefa
nemanda sínum duglega í staupinu daginn fyrir próf með þeim
afleiðingum að nemandinn er ekki nema háll'ur maður í prófinu. í
þessu dæmi skiptir það bersýnilega máli af hvaða hvötum nemandinn
fær sér neðan í þvf. Ef hann hefði hins vegar stilit sig um að fá sér í
staupinu nema vegna þess eins að það var kennari hans sem átti í hlut,
þá höfum við dæmi um valdbeitingu. Og með áþekkum hætti og
myndugleiki virðist vera forsenda valdbeitingar í dæminu af aðgerð-
um sonarins gagnvart foreldrum sínum, virðist einhvers konar stöðu-
munur vera forsenda valdbeitingar í dæminu af kennara og nemanda.
Og stöðumunur og viðurkenning hans eru efni sem ég hlýt að leiða hjá
mér að sinni ekki síður en myndugleikann.
Eina tilgátu tel ég þó sjálfgert að nefna vegna þess að ég á eftir að
hnýta í hina siðfræðilegu tvíhyggju. Ég fæ ekki betur séð, í fljótu
bragði alla vega, en að engin grein verði gerð fyrir fyrirbærum á borð
við myndugleika og stöðumun án tilvísunar til réttar og réttarvalds.
Mér virðist myndugleikinn vera einhvers konar réttur og stöðumunur
fólginn í einhvers konar réttarmun. Og ef þetta er rétt, þó ekki sé nema
að einhverju leyti, og hitt með að myndugleiki eða stöðumunur séu
forsendur máttarvalds, þá virðist mér einsýnt að máttarvaldshugtakið
geti ekki með neinu móti talizt reyndarhugtak í venjulegum skilningi,
heldur séu tengsl þess við réttarhugtök nógu náin til þess að vekja
miklar efasemdir um mikilvægi greinarmunarins á þessum tveimur
tegundum hugtaka. Þetta eru auðvitað einberar tilgátur. En kannski
duga þær til að vekja menn til umhugsunar og efasemda um hina
hlutlausu, raunvísindalegu stjórnfræði og aðra þá félagsfræði sem
lætur sig valdið nokkru skipta. Þessara félagsfræða er ríkið, en þar
fyrir hvorki mátturinn né dýrðin.
Þetta valdsorðaskak var eiginlega útúrdúr því ég á að vera að tala
um viljann. Og vil ég nú varpa fram annarri tilgátu en þeirri sem þegar
er fram komin, að vilji krefjist valds. Þessa tilgátu reifa ég bezt með
því móti, held ég, að hverfa enn á vit Aristótelesar.