Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.08.1915, Page 27

Búnaðarrit - 01.08.1915, Page 27
BÚNAÐARRI'J' 185 væri líkt og ef göt væru á vatnspípunum, því þá mundi rafmagnið streyma eftir þessum leiðurum til jarðar, og er þá tapað. Þess vegna eru koparþræðirnir „einangraðir* eða festir á „einangrarau eða hvortveggja í senn. Þeir eru einangraðir á þann hátt, að þeir eru varðir eða klæddir „gúmnn“ (togleðri), baðmull o. fl. efnum, sem rafmagnið getur alls ekki eða mjög trauðla komist í gegnum, og eru þau eiuu nafni nefnd einangrunarefni. Loftið er allgott einangrunarefni, en vatn leiðir rafmagn vel; rakt loft einangrar því ekki eins vel og þurt loft. Alstaðar í húsum inni verður að nota einangraða þræði, en úti, t. d. á milli stöðvarinnar og bæjarins, má nota bera þræði, strengda í gegnum loftið, og er þá leiðslan kölluð loftleiðsla. Þræðirnir eru hengdir á tréstaura, alveg eins og símaþræðir, sem flestir hafa séð, enda eru það einnig rafmagnsþræðir, sem flytja að eins lítið og lágspent rafmagn. Ekki má þó festa þræðina á staurana sjálfa, því þótt þurt tré sé slæmur leiðari, þá getur það þó leitt rafmagn, þegar það verður vott, eins og á sér stað í rigningum. Þess vegna eru þræðirnir festir á postulínsklukkur á staurunum, en postuiín er gott ein- angrunarefni. Fjarlægðin á millum stauranna á að vera 30—40 metrar, helzt ekki yfir 35 metrar; hæð staur- anna líkt og símastaura, 20—24 fet. Þræðirnir þurfa alstaðar að vera tveir; eftir öðrum þræðinum fer raf- magnið frá vélinni heim í bæinu, inu í og í gegnum lampana og öll rafmagnstækin, en eftir liinum aftur tii rafmagnsvélarinnar. Likjum við þessu enn þá við vat.nið, þá verður rafmagnsvélin eins og nokkurs konar dæla, sem þrýstir vatninu eftir pípunni heim í bæinn og gegnum áhöldin, og svo eftir annari pipu aftur til sín, svo að stöðug hringrás myndast. Vilji maður nú stöðva þessa hringrás rafmagnsins, þá verður það ekki gert með öðru en því, að slíta þráðinn einhversstaðar sundur. Þetta er gert með einföldum áhöldum, svonefndum straum-

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.