Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.08.1915, Side 89

Búnaðarrit - 01.08.1915, Side 89
BÚNAÐARRIT 247 Námsskeið þessi hafa sótt 800—900 manns, og fluttir hafa verið á þeim 195 fyrirlestrar. Á námsskeiðunum og fundum hefi eg flutt 38 fyrirlestra alls. Auk þessa, sem hér er nefnt, hefi eg á árinu skrifað 450 bréf, gert nokkrar skýrslur og áætlanir og skrifað fáeinar greinar í blöð og timarit. Reykjavík (i. jan. 1915. Sigurður Sigurðsson. Tíðarfar. Vetur frá nýjári. Yeðráttufar nokkuð líkt um land alt. Um nýjárið voru talsverð snjóalög, en um þrett- ándann brá til hlýju og blíðviðra, er héldust um þriggja vikna t.íma. Spiltist þá tíðin og gerði hagleysur. Eftir það varð veturinn umhleypingasamur og gjafafrekur. Það er einna bezt látið af veðráttufarinu við ísafjarðar- djúp. Þar var jörð lengsfum næg fyrir fé og hross. Hafís rak inn á Djúpið um miðjan veturinn, en bráð- lega hlýnaði aftur, og gekk ísinn frá. Vorið var eitt hið allra bágasta um land alt. Frá miðjum apríl til maíloka var einhver hin allra versta ótíð, sem menn muna um það leyti árs. Skiftist á krapi, stórrigningar og hörku-norðanveður. Um mánaðamótin maí og júni batnaði tíðin og jörð fór að grænka, en ekki voru komnir kúahagar á Suðurlandi fyr en um Jónsmessu. í Birtingaholti var kúm gefið síðast 25. júní.

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.