Búnaðarrit - 01.01.1920, Page 73
BÚNAÐARRIT
67
Mossros.............
Helguhvamms-kartöíiur
Akureyrar-kartöflur . .
Professor Maercker . .
Bodö................
4894 kg. sterkja 8,9°/(
4876 — — 10,6%
4737 — — 10,8%
4640 — — 9,2°/i
4525 — — 9,9%
3. Kál. Blómkál þrífst hjer vel. Því þarf aS sá í
vermireit í apríl, og gróðursetja í garðinn með 40—50
sm. bili milli plantnanna. Blómkál vex best í vel unnum
moldarjarðvegi. Nýr áburður er nauðsynlegur, eins og
fyrir aðrar káltegundir. Gangi þurviðri, þarf að vökva
það vel.
Grœnlcál. Því má sá í garð í raðir, með 30 sm. bili
milli raða, og 25—30 sm. bili milli plantna í röðunum.
í^að getur vaxið hjer á hverju bygðu bóli, og þolir að
standa úti yflr veturinn.
4. Ertur geta þriflst svo, að hægt sje að nota þær
grænar til matar. Þeim þarf að sá snemma vors. Bestur
jarðvegur er leir, sem er kalki blandinn. Góður áburður
fyrir þær er aska eða Thomasfosfat, ásamt húsdýra-
áburði. Sáð í 5 raðir endilangt á venjulega beðsbreidd
(130 sm.J, en þjett í hverri röð.
Ráða má til að rækta þessi afbrigði: Krybsukkerert
(hæð 50 sm.). Belgirnir með fræjunum eru notaðir til
matar, áður en fræin verða fullþroskuð. — Pílertur:
Carters first crop (hæð 50 sm.). — American Wonder
(hæð 25 sm.), eða Dippes, snemmvaxnar, (hæð 60 sm.).
Af pileitum eru fiæin að eins notuð.
Ertur þarf að ræktá í góðu skjóli, og strengja vírnet
eða stinga niður hrísi, á milli raðanna, svo grasið geti
stuðst við það. — American Wonder getur þó vaxið
stuðningslaust.
5. Gulrætur geta náð hjer nokkrum þroska, sje sáð
Wl þeirra snemma á vorin, eða á haustin. Þær þrífast
best i djúpum og sendnum moldarjarðvegi vel íbornum.
Þeim er sáð þjett, korni við korn, í raðir, með 15 sm. milli-
bili, og siðan grisjaðir svo, að um 6 sm. verði á milli