Búnaðarrit - 01.01.1920, Page 78
72
BÚNAÐARRIT
hafa verið reyndar í gróðrarstöðinni í Reykjavík. Ýmsra
þeirra heflr verið getið í skýrslum gróðrarstöðvarinnar í
Reykjavík í Búnaðarritinu, og þar að auki er blómjurt-
anna flestra getið í Björkum. — Hjer skal að eins þess-
um fjórum bætt við:
Hestabaunir (Yicia Faba). Þær hafa orðið töluvert há-
vaxnar, 1 m. eða meira; staðið í blóma allan ágúst, og
verið til mikillar prýði, þar sem þær hafa verið rækt-
aðar á meters breiðum spildum, milli rófna-akursins og
gatnanna. Fræið hefir ekki náð fullum þroska, en vöxt-
urinn hefir orðið svo mikill, að vel mætti hafa lítið eitt
af þeim saman við í hafrasáningu, því grasið er kjarn-
gott fóður, en mundi jetast illa, ef mikið væri af því.
Hampur (Cannabis sativa). Hann má rækta til skrauts
í görðum, en hann getur líka orðið til gagns með því,
að unninn sje úr honum spunahampur. Lítilsháttar til-
raun var gerð með það tvívegis, og mátti segja að það
heppnaðist vel.
Hör (Linum usitatissimum) hefir náð sæmilegum
þroska i gróðrarstöðinni í Reykjavík; úr honuin hefir
verið unninn spunahör, er virtist vera góður. — Fræið
hefir ekki náð fullum þroska.
Oulur mustarður (Sinapis alba). Erlendis er mustarður
ræktaður í þrennskonar augnamiði: til fóðurs, til olíu-
gerðar eða krydds. Hjer á landi má rækta mustarð til
skrauts, auk þess sem hann getur orðið að öðrum notum.
Hann byrjar að bera blóm 1 júlí, og getur haldið áfram
að blómgvast fram eftir öllu sumri. Þar sem lítið er
um blómskrúð, kemur mustarður sjer vel. Ekki þykir
hann góður til fóðurs, nema þá lítill skamtur með öðru
fóðri, og þá líka helst áður en hann nær verulegum þroska.
I súrheyi getur hann komið að góðum notum, saman með
öðrum heytegundnm. Mustarðsfræ selst í verslunum sem
kryddvara, og ennfremur er það töluvert notað til að ná
úr því olíu.