Búnaðarrit - 01.01.1920, Side 92
86
BÚNAÐARRIT
hann um hestakaupin, en ekki tókst heldur að ná til
þessa manns. Báðir þeir fjelagar voru þenna tíma á sí-
feldum ferðalögum, fram og aftur um Danmörku.
Jeg bjóst þó við, að þeir mundu verða komnir til
Kaupmannahafnar þ. 13. júní, því að tilboð þeirra gilti
ekki lengur en til þess þags. En á meðan tókst mjer að
koma á fundi milli mín og stjórnar húsmannafjelaganna,
og var sá fundur haldinn 12. júni. Vildi jeg ganga úr
skugga um, hvort fjelögin væru ófáanleg til að hækka
tilboð sitt svo, að það yrði tekið fram yfir hin tilboðin,
sem mjer höfðu borist. En enginn varð árangur af þess-
um fundi, því að fjelögin sátu fast við sinn keip, og
varð engu um þokað, hvorki um verð nje hestafjölda.
Meðan á öllum þessum tilraunum stóð, var jeg í stöð-
ugu sambandi við forsætisráðherrann, allan þann tíma,
sem hann dvaldi í Danmörku. En eftir að hann var
farinn heim, var jeg í sífeldu skeytasambandi við út-
flutningsnefndina, og bað hana, að leggja málið jafnóðum
fyrir stjórnina. Var það mín tillaga, að stjórnin tæki
ekki hestasöluna í sínar hendur, ef ekki fengjust betri
boð en þau, sem húsmannafjelögin, Westergaard eða
Zöllner, höfðu gert. En eftir að tilboðið frá Levin Han-
sen og Poulsen hafði komið fram, horfði málið öðru vísi
við, og þá ráðlagði jeg stjórninni að taka að sjer hesta-
verslunina. Því þetta tilboð fór langt fram úr öllum öðr-
um tilboðum, sem borist höfðu, svo sem sjá má af því,
sem hjer hefir verið sagt að framan. Og var jeg þá orð-
inn sannfærður um, að hestaeigendum og landinu í heild
sinni yrði það til stórgróða, ef hestarnir yrðu seldir
þannig í einu lagi. — Loks vil jeg geta þess, að jeg hafði
leitað víðar fyrir mjer en í Danmörku og á Englandi.
Jeg hafði látið rannsaka sölu-möguleika bæði í Noregi og
Svíþjóð, og varð sú raun á, að ógerlegt mundi að selja
hesta til þeirra landa. Þýskaland gat ekki komið til greina,
vegna hins lága og sífallandi gengis þýskra peninga.
Engin von var heldur, að takast mundi að selja hesta