Búnaðarrit - 01.01.1920, Blaðsíða 100
94
BÚNAÐARKIT
ingatilraunir hafa ekki leitt til neins samkomulags, er það ósk
umbjóðonda minna, að hestarnir verði teknir aftur við fyrsta
tækifæri, og andvirði þeirra skilað aftur með vöxtum og kostnaði.
Hjer skulu nefnd fáein dæmí upp á galla þá og annmarka á
hestunum, sem komnir eru i Ijós: hvarfliðshnýtingar, brjóskbólga,.
fótaskekkja, lendarýrð o. s. frv., og gallarnir eru þess eðlis, að
þeir hafa verið tilorðnir, áður en hestarnir voru íluttir í skip á
íslandi, og er umbjóðöndum mínum því óljóst með öllu, hvernig
farið hefir verið að láta úti dýralækna-vottorð þau, sem þjer
minnist á.
Þó að gallarnir sjeu svo augljósir, að ekki þurfi sjerþekkingu
til að koma auga á þá, hafa þó umbjóðendur mínir látið tvo
menn, sem þekkingu hafa á þeim hlutum, þá prófessor Mörke-
berg og NielBen yfir-dýralækni, skoða hestana og gefa vottorð,
og fylgir hjermeð eftirrit af þvi, handa hinni íslensku útflutnings-
nefnd til þóknanlegrar umsagnar. Eins og jeg býst við að þjer
skiljið, er það mjög óheppilegt fyrir umbjóðendur mína, að fá
hesta, sem eru svo langt frá að vera eins og til stóð, og um var
samið; og það er ekki einungis beint tjón fyrir þá, heldur og
óbeint, þar sem það dregur úr kaupfýsi viðskiftamanna þeiria,
að sjá slík afBtyrmi.
Jeg mælist þvi til, að þjer setjið yður í samband við útflutn-
ingsnefndina, og látið mig vita, án tafar, hvernig nefndin vill
koma lögun á mál þetta, og læt jeg þess jafnframt getið, að jeg
geymi umbjóðöndum minum fylsta rjett þeirra óskertan, út af
ágöllum þeim, sem þegar eru komnir í Ijós, svo og þoim, er koma
kunna í ljós á þeim 600 hestum, som enn hefir ekki verið unt
að rannsaka, af þeim sem komnir eru, með þvi að það er æði
mikið starf, að aðgreina og flokka slíkan hrossafjölda, ef gera á
það vandlega; ennfremur geymi jeg þeim allan rjett þeirra, ef
hross, sem enn verða látin af hendi, skyldu reynast miðnr en
um hefir verið samið.
Schaek Linnemann,
yfirdómsmálaflutningsmaður.
* *
*
Jeg svaraði kaupendum á þá leið, að jeg teldi þeim
lítið lið í þessu vottorði. Sannanlegt væri, að meðferðin
á hestunum, frá því þeir komu til Kaupmannahafnar,