Búnaðarrit - 01.01.1920, Blaðsíða 112
106
BUNAÐARRÍT
vani, sem margir bændur hafa, að ala altaf upp kálfa
undan sínum kúm, þó svo engin þeirra sje meðalkýr,
því síður betri. Þessi vani á að leggjast niður sem fyrst.
Hvert fjelag á að vera sem ein heild. Þeir bændur, sem
ætla sjer að ala upp kálf einhvern veturinn, eiga að fá
kálfana keypta hjá þeim, sem eiga bestu kýrnar, og ala
þá upp. Hjer er eftirlitsmaðurinn sjálfkjörinn meðal-
gangari. Hann á að vera vakinn og sofinn yfir því, að
aðgæta, að kálfum bestu kúnna sje eigi lógað, heldur
dreift út um fjelagssvæðið, eftir því sem þörfin krefur.
Þessu vildi jeg beina til eftirlitsmannanna allra, og fje-
lagsmanna í nautgripafjelögum yfirleitt, og biðja þá að
muna vel eftir þessu. — Mjer þykir leitt, og það veldur
mjer sárrar hrygðar, að sjá í skýrslunum, að kvígu-
kálfar, undan kúm, sem mjólka 3—4000 kg. á ári, eru
drepnir, en aldir aðrir undan helmingi verri kúm; en
þetta sje jeg þó á hverju ári.
Jeg skal þá snúa mjer að því, að telja upp bestu
kýrnar í hverju einstöku fjelagi, og þá um leið drepa
örlítið á starf fjelaganna:
1. Arnarneshreppsfjelagið í Eyjafjarðar-
sýslu. Af kúm í þessu fjelagi nefni jeg:
Búhóllu á Hillum, rauðkollótt, fædd 1908; eigandi
Sveinbjörn Björnsson. Hún hefir mjólkað að meðaltali
7 árin, 1910—’'11 til 1916—’17, 2981 kg. með 3,67°/«
fitu að meðaltali. Eitt árið, 1912—1913, var hún geld-
mjólka, og mjólkaði þá 1715 kg., og er það ár einnig
tekið með í meðaltalið.
Beiður, rauðhyrnd, fædd 5. október 1908; eigandi
Jóhann Páll Jónsson, Skriðulandi. Hún hefir mjólkað að
meðaltali í 5 ár, 1912—’13 til 1916—’17, 3551 kg.
með 3,37°/« fitu. — Kýr þessi er undan nautinu Sóta,
ættuðum frá Möðruvöllum. Sóti hefir reynst fjelaginu
affarasæll til undaneldis, og gerði það sjer ómetanlegan
skaða með því, að nota hann ekki lengur en það gerði.