Búnaðarrit - 01.01.1920, Page 119
BÚNAÐARRIT
113
áhorfendum. Milli holtanna eru flskivötn, smá og stór,
og víða sjást fiskimenn vitja um net sín. Smálendingar
eru nægjusamir menn, og segja hinir Svíarnir í glensi,
að ef smálensk hjón væru flutt tít á eyðisker í hafl,
með nokkrar geitur, megi ganga að því vísu, að þar
verði heil þjóð eftir mannsaldur. — Smálendingar eru
hagsýnir menn og sparsamir. Eftir stundarkorn erum við
í 0stergotlandi og Sedermanlandi, og lestin þýtur áfram
„gegn um holt og hæðir“, því víða heflr orðið að sprengja
veg fyrir brautina gegn um klappirnar. — Um hádegisbil
komum við til Stokkhólms, þá er gengið tít að fá sjer
hressingu eftir ferðalagið, og skoða borgina, sem talin
er fegurst á Norðurlöndum.
Fyrstu tvo dagana notaði jeg til að átta mig á, og
kynnast sjálfum bænum. Lærði jeg fljótt að rata, og að
nota sporvagnana, því annars verður dagurinn ódrjtígur
fótgangandi mönnum. Skoðaði jeg þá daga opinbera
skrautgarða, sem liggja víða um borgina, og eins hin
merkilegu þjóðmenjasöfn Svíanna, sem liggja á „Skansen"
við Djurgárden. Eru þar, meðal annars, bóndabæir frá
öllum landshlutum Svíþjóðar, og eru sumir þeirra mörg
hundruð ára gamlir, og með öllum innanstokksmun-
um.
Þegar mjer fanst jeg hafa fengið yflrlit yflr helstu
garða í Stokkhólmi, fór jeg tít á „Experimentalfeldtet",
og hugði gott til að sjá þar ýmislegt viðvíkjandi garð-
ræktartilraunum. í stöð þessari hafa verið gerðar marg-
víslegar og merkilegar tilraunir viðvíkjandi garðrækt, til
að fá vissu um, hvaða tegundir garðjurta eiga best við
í hverjum landshluta. Er það mikið þeim tilraunum að
þakka, hve stórkostlega uppskeran í görðum Svíanna
hefir aukist á hinum síðari áratugum. Stöðin gefur
einnig garðeigendum í Svíþjóð, sem til hennar leita,
upplýsingar og ráð, viðvíkjandi garðrækt. Einnig eru þar
reynd! og gefin meðul við jurtasjtíkdómum, skaðlegum
skorkvikindum o. þ. h.
8