Búnaðarrit - 01.06.1927, Blaðsíða 26
240
BÚNAÐARRIT
nokkiu sinni verið í fóðrum og beit að vetrinum: um
100 nautgripir, hátt á 7. hundrað sauðfjár og 39 hross.
Síðustu ár 13. aldar voru bændum mjög erflð. Vetr-
arharðindi byrjuðu 1290 og árið eftir (1291) varð mik-
ill skepDufellir í landinu. Þessi harðindi hjeldust til 1294
að minsta kosti, því að 2. júlí 1294 skrifa bændur á
alþingi til Eiríks konungs prestahatara meðal annars að
þeir vilji ekki að skreið og mjöl flytjist út úr landinu
meðan hallæri sje1).
Sem bending um tekjur sumra stórkirkna til forna
má taka Oddakirkju. Samkvæmt máldaga hennar frá
1397 atti hún ýms mikilvæg ítök í jörðum eða búum
manna. Frá 65 bændum íjekk Oddastaður, eða öllu
heldar eigandi og ábúandi hans, 85 sauði, flesta tvævetra
og eldri („gamla"), á hverju ári. Ennfremur 9 vættir
matar frá 10 bændum og svo um 32 fjórðunga af ost-
um frá 20 bændum, og 6 osthleifar, hver 1 fjórðungur,
frá jafn mörgum heimilum. Frá einu heimili kornu 11
smjörfjórðungar. Ennfremur átti Oddastaður að fá árlega
fjórðungsost frá öllum skattskyldum mönnum — og þar
á meðal búandi prestum af svæðinu frá Þjórsá til Jök-
ulsár á Sólheimasandi. Margt fleira fjekk staðurinn frá
bændum t. d. 120 harðfiska, 30 álnir í vaðmálum, 6
saltbelgi o. s. frv2 3). Hvernig staðurinn, í nafni kirkj-
unnar, heflr upphaflega eignast þessi ítök eða kvaðir á
bornum og óbornum, kyn frá kyni, er ekki gott að vita.
Þess má geta. að nálega öll þessi itök í jörðum (sem
kirkjan átti ekkert í) átti Oddastaður árið 1270 sam-
kvæmt máldaga hans8).
1) Lovsaml. for Isiand I, 32.
2) Fornbrjefasafn IV, 70—76.
3) Fornbrjefasafn II, 86—88.