Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.06.1927, Page 57

Búnaðarrit - 01.06.1927, Page 57
BÚNAÐARRIT 271 Hjer skýtur skökku við það sem áður var talið. Nú eru aðeins 12 kýr á vetrarfóðrum heima á staðnum, en 97 geldneyti með þeim, sem voru á útibúum staðarins og í fóðrum. Þetta ár (1578) voru um 240 geldfjár í fóðr- um og 26 sauðir gengu úti í Drangey1). Það varð algengt úr þessu, að hafa fáar kýr heima á Hólum að vetrinum. Árið 1585 voru heimakýrnar 15 og 1587 aðeins 13. Þennan vetur átti þó staðuiinn 10 kýr i fóðrum hjá nágrönnunum2 3). En oftast mun hann hafa átt fleiri kýr í fóðrum. f’annig voru frá Hólastað 59 kýr og 208 geldneyti í fóðrum 14498). Það virðist nokkuð undarlegt að hafa aðeins 13 kýr heima á Hólum veturinn 1586 — 87, en 10 kýr í fóðr- uin annarstaðar. Eflaust hafa oft áður verið á Hólum 23 kýr að vetrinum. Vera má, að grasbrestur hafi átt nokkurn þátt í því hve fáar kýr voru þetta ár heima á Hólum, þótt ekki verði það sannað af annálsritum um veðurfar, Annars hygg jeg að hjer hafl annað ráðið meiru. Guðbrandur biskup mun hafa tekið upp þann sið, að gefa kúm vel, fara betur með þær en þá var siður um land alt. Hann var óvenju hagsýnn maður og mun hafa þekt öll nýrri fræði, er að búnaði og atvinnumálum lutu og komin voru til Dana frá Hollandi. Meðan Guð- brandur var í Danmörku við nám, voru Danir að læra margt af Hollendingum og þar á meðal betri meðferð á búfjenaði, einkum kúm. Það er sennilegt, að Guð- brandur hafl orðið fyrir þessum áhrifum, því hann hafði óvenju næman skilning á öllu verklegu og var fram- sóknarmaður á mörgum sviðum í veraldlegum sem andlegum efnum. Um þær mundir, sem Guðbrandur var í Danmörku, og þó einkum fyr, höfðu Danir fengið ýmsa Hollendinga 1) Brjefabók G. Þ., 348. 2) Tímarit hins ísl. Bókmentafjelags VII, 82. 3) Fornbrjefasafn V, 42—44.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.