Búnaðarrit - 01.06.1927, Síða 57
BÚNAÐARRIT
271
Hjer skýtur skökku við það sem áður var talið. Nú eru
aðeins 12 kýr á vetrarfóðrum heima á staðnum, en 97
geldneyti með þeim, sem voru á útibúum staðarins og
í fóðrum. Þetta ár (1578) voru um 240 geldfjár í fóðr-
um og 26 sauðir gengu úti í Drangey1).
Það varð algengt úr þessu, að hafa fáar kýr heima á
Hólum að vetrinum. Árið 1585 voru heimakýrnar 15
og 1587 aðeins 13. Þennan vetur átti þó staðuiinn 10
kýr i fóðrum hjá nágrönnunum2 3). En oftast mun hann
hafa átt fleiri kýr í fóðrum. f’annig voru frá Hólastað
59 kýr og 208 geldneyti í fóðrum 14498).
Það virðist nokkuð undarlegt að hafa aðeins 13 kýr
heima á Hólum veturinn 1586 — 87, en 10 kýr í fóðr-
uin annarstaðar. Eflaust hafa oft áður verið á Hólum
23 kýr að vetrinum. Vera má, að grasbrestur hafi átt
nokkurn þátt í því hve fáar kýr voru þetta ár heima á
Hólum, þótt ekki verði það sannað af annálsritum um
veðurfar, Annars hygg jeg að hjer hafl annað ráðið
meiru. Guðbrandur biskup mun hafa tekið upp þann sið,
að gefa kúm vel, fara betur með þær en þá var siður um
land alt. Hann var óvenju hagsýnn maður og mun hafa
þekt öll nýrri fræði, er að búnaði og atvinnumálum
lutu og komin voru til Dana frá Hollandi. Meðan Guð-
brandur var í Danmörku við nám, voru Danir að læra
margt af Hollendingum og þar á meðal betri meðferð
á búfjenaði, einkum kúm. Það er sennilegt, að Guð-
brandur hafl orðið fyrir þessum áhrifum, því hann hafði
óvenju næman skilning á öllu verklegu og var fram-
sóknarmaður á mörgum sviðum í veraldlegum sem
andlegum efnum.
Um þær mundir, sem Guðbrandur var í Danmörku,
og þó einkum fyr, höfðu Danir fengið ýmsa Hollendinga
1) Brjefabók G. Þ., 348.
2) Tímarit hins ísl. Bókmentafjelags VII, 82.
3) Fornbrjefasafn V, 42—44.