Búnaðarrit - 01.06.1927, Side 78
292
BÚNAÐARRIT
synlegt, að bændur settu vel á hey sín á haustin. Al-
kunn er sagan um heyásetningarráðstöfun Blundketils1).
Þótt þessi saga sje eigi vel ábyggileg, sýnir hún þó að
minsta kosti, að sá, sem reit hana, hefir talið heyásetn-
ing hjá bændum mjög mikilsverða og að forráðamenn í
hverju hjeraði ættu að láta það mál til sin taka. Ráð-
deildarmennirnir hafa altaf sett vel á hey sín og hjálp-
að öðrum. Gunnar á Hlíðarenda varð bæði hey- og
matarlaus vorið 984 eða 985. Þegar Njáll frjetti það, að
Otkell í Kirkjubæ, sem átti nægar fyrningar, hefði hvorki
viijað selja eða lána Gunnari bjargræði. Þá ljet hann
flytja hey og mat á 15 hestum til Hlíðarenda2 3).
Það er eftirtektarvert, að með tíundarlögunum frá 1096
eða 1097 eru bændur eigi kvattir til heyfyrninga, þótt
óbeiniinis sje. Með þessum iögum er hverjum bónda gert
að skyldu að tíunda hey sín, þau sem eldri eru en vet-
urgömul1’). Þetta ákvæði í lögunum hefir eflaust dregið
dug úr bændum til heysöfnunar. Reynslan hefir sýnt
það fyr og siðar, að sá bóndi er eigi vel tryggur með
hey handa búfjenaði sínum, sem aðeins á eins árs hey-
fyrningar, þegar harðindakafla ber að höndum, t. d.
2—3 harðir vetrar með grasleysissumri á milli. Það
þótti í fornöld óvanalegt og alveg sjerstætt, að Úlfar á
Úlfarsfelli var Svo fjesæll, að fje hans fjell aldrei úr
megurð eða í drephríðum4).
í Grágás og Jónsbók eru ýms ákvæði um heyásetn-
ingar og beitarlönd, en þau virðast eigi hafa komið að
miklum notum. Samkvæmt Jónsbókarlögum og Búalög-
um síðar, var mönnum gert að skyldu að hjálpa hey-
þurfa bændum, ef þeir sjálfir áttu hey aflögu. En þá
att,i bóndinn hey meira en hann sjálfur þurfti, ef hann
1) Hœnsa Þórissaga, 4. kap.
2) ísl. fornsöguþættir II, 60—51.
3) Fornbrjefasafn I, 107, 116.
4) Eyrbyggja, 30. kap.