Dvöl - 01.07.1942, Blaðsíða 4
162
þarna í aftureldingu hins nýja
dags, meðan morgunroðinn færðist
yfir döggvotar bjarkirnar., Ég
spurði mömmu í barnslegri ein-
lægni, hvort pabba langaði mikiö
að fara i stríðið. Hún svaraði mér
engu, en laut grátandi að barninu
i vöggunni. Ég skildi ekki, hví hún
var svo harmþrungin og reikaði
til skógar dapur og einmana.
Þegar ég sneri aftur heim á leið,
var liðið að miðdegisverðartíma. Ég
leit til mömmu um leið og ég kom
inn og sá, að hún hafði látið hugg-
azt. Við snæddum saman fátæk-
lega máltíð af góðri lyst. Er viö
höfðum matazt, skundaði ég út í
eldiviðarkofann til þess að höggva
í eldinn fyrir mömmu. Mér hljóp
brátt kapp í kinn, enda hamaðist
ég við viöarhöggið, svo að svitinn
draup af enni mér. Það var orðið
myrkt af nóttu, er ég kom aftur
inn með viðarkubbana. Stormurinn
hafði farið vaxandi, er á' leið dag-
inn, og í ljósaskiptunum var skollið
á fárviðri. Húsið skalf á grunni,
regnið streymdi niður frá dimm-
um, þjótandi skýjum. Laufið slitn-
aði af trjánum, sem nötruðu 1 stór-
viðrinu. Og nóttin færðist yfir nið-
dimm og köld.
Þegar ég kom inn, sat mamma
í körfustólnum með ungbarnið í
faðmi sér og lét ekki á sér bæra.
Ég læddist á tánum að stólnum og
horfði í andlit hennar, en í sama
bili sá ég, að hún svaf vært. Barnið
svaf einnig í faðmi hennar, en það
virtist vart draga andann. Andlit
d völ
þess var mjög fölt í svefninum
nema kinnarnar, sem voru mjög
rjóðar. Mér hugiivæmdist að
kveikja upp eldinn, sem hafði kuln-
að út, án þess að vekja mömmu og
spyrja hana leyíis. Ég fann greini-
lega, þegar vindhviðurnar skullu
á húsinu, hvernig þær næddu inn
um hverja smugu. Inni var nið-
dimmt, svo að ég gat vart greint
annað en hvítlita muni herbergis-
ins. Stormgnýrinn barst að eyrum.
Mamma vaknaði brátt við bjarm-
ann frá eldinum og snarkið í log-
unum, er þeir læstust óðfluga um
viðarkubbana. Hún leit undrandi á
mig, en samstundis varð henni það
ljóst, að hún hafði sofið. Hún færði
sig nær eldinum til að geta notið
varmans sem bezt.
Ég vaknaði árla daginn eftir, þar
sem ég hafði hnigið út af kvöldið
áður. Óveðrið hafði lægt um nótt-
ina. Ég leit út um gluggann, út í
glampandi sólskinið, sem sindraði
milli laufvana trjágreinanna. Svo
langt sem augað eygði, gat að líta
lauflag á jörðinni. Sólargeislarnir
ljómuðu á stórum, grænum lauf-
blöðum, sem fallið höfðu af grein-
um trjánna. Það gladdi mig 6-
segjanlega, að pabbi skyldi vera
farinn að heiman, því að nú gat ég
gert hvað, sem mig lysti. Mér kom
ekki til hugar að kveikja upp eld,
heldur þaut ég á dyr og stefndi
til skógar til þess að vitja um snör-
urnar. í einni þeirra fann ég héra,
sem fest hafði annan afturfótinn
í snörunni. Augu dýrsins voru