Dvöl - 01.07.1942, Blaðsíða 93
251
D V Ö L
inn, fauk trékrossinn af leiði hans
í stormviðri. Kona grafarans fann
krossinn fjarri gröfinni og hag-
nýtti sér hann sem eldsneyti. Þrem
dögum eftir að útför Bontje fór
fram, hefði grafaranum reynzt ó-
kleift að vísa á legstað hans, þótt
þess hefði verið farið á leit.
Hefði legsteinn verið reistur á
gröf Bontje, kynnu fornfræðing-
ar komandi aldar að hafa fundiö
hann. Þá kynni nafn Bontje hins
þögla ef til vill að hafa heyrzt
einu sinni enn í heimi þessum.
Hann var aðeins skuggi. Enginn
minntist hans né saknaði.
Hann lét hvorki eftir sig arf-
leifð né erfingja. Hann var ein-
mana maður og yfirgefinn í lífi og
dauða.
Hefði háreysti heimsins eigi
verið svo mikil sem raun bar vitni
um, kynni svo að hafa farið, að
einhverjum hefði verið frá því
skýrt, hversu Bontje lét bugast
undir byrði sinni. Hefði veröldin
eigi verið vitfirrt, kynni einhver
að hafa gefið gætur glóð augna
hans, andliti hans, sem hafði lát-
ið á sjá, og hversu hann laut jafn-
an höfði, þótt hann bæri eigi
byrði á herðum, eins og væri hann
ævilangt að svipast um eftir gröf
sinni. Hefðu mennirnir verið jafn-
fáir dráttarklárunum í heiminum,
kynni einhver að hafa borið fram
spurningu sem þessa: — Hvað hef-
ir orðið af Bontje?
Þegar Bontje var fluttur i
sjúkrahúsið, varð vistarvera hans
ekki mannlaus. Fjöldi jafningja
hans höfðu beðið hennar, og hún
var veitt hæstbjóðanda meðal
þeirra.
Þegar lík hans var borið úr
hengirúmi sjúkrahússins til lík-
hússins, biðu tuttugu menn þess
að koma í hans stað. Þegar hann
var fluttur út úr líkhúsinu, voru
tuttugu menn, er látizt höfðu af
slysförum, bornir þangað inn.....
Hver veit, hversu lengi hann fær
að hvíla í friði í gröf sinni? Hver
veit, nema hann sé fyrir einhverj-
um einnig þar?
Hann fæddist í heiminn í þögn,
hann lifði lífinu í þögn, hann lézt
í þögn, og í þögn var hann til
grafar borinn.
En raunin varð önnur í öðrum
heimi. Þar vakti lát Bontje mikil-
fenglega athygli.
Hljómur lúðurs drottins barst
um gervalla himnana sjö. — Bon-
tje hinn þögli er dáinn. Englarnir
svifu um á breiðum vængjum og
tjáðu hverjir öðrum tíðindin: —
Bontje hefir verið stefnt fyrir hinn
æðsta dómstól. Himnaríki er vett-
vangur gleði og fagnaðar. Bontje
hinn þögli. Nafnið lætur sem dýrð-
aróður í eyrum. — Bontje hinn
þögli.
Grannvaxnir litlir englar með
blik i augum og gullna vængi,
hlupu fagnandi til móts við Bon-
tje á silfurskóm, hvatir í spori.
Vængjaþyturinn, fótatakið og
gleðihlátrarnir af rósavörum engl-
anna litlu barst um veldi himn-