Dvöl - 01.07.1942, Blaðsíða 133
DVÖL
291
yfirlit um hinar helztu bækur árs-
ins, þær er ritstjóri Dvalar hefir átt
kost á að kynna sér nokkuð. Veröur
að vísu stiklað á stóru, eins og gef-
ur að skilja. Er þess að vænta, að
slíkt yfirlit geti þó orðið að nokkru
gagni.
Er þá fyrst að geta Ijóðabóka.
Það mun sjálfsagt eigi valda
deilum, að Illgresi eftir Örn Arnar-
son (útgefandi Menningar- og
fræðslusamband alþýðu) sé merk-
asta ljóðabók ársins. Eru í bók
þessari öll kvæði skáldsins, bæði
frumort og þýdd úr erlendum mál-
um. Það mun vart á tveim tung-
um leika, að Örn Arnarson hafi
verið eitt ágætasta skáld íslend-
inga síðustu áratugi, og munu sum
kvæða hans ávallt verða talin með-
al snilldarverka í íslenzkum bók-
menntum.
Tvö hinna rosknu skálda, Guð-
mundur Friðjónsson og Jakob
Thorarensen, skiluðu af höndum
sér nýjum ljóðabókum, Utan af
víðavangi (útgefandi ísafoldar-r
prentsmiðja) og Haustsnjóar (út-
gefandi höfundurinn sjálfur).
Skipa þeir báðir virðulegan sess í
nútímabókmenntum. Guðmundur
kemst sjálfur svo að orði um kvæð-
in í þessari nýju bók sinni, að þau
séu öll ort á náttmálaeykt ævi
sinnar. Er þess heldur eigi að dylj-
ast, að talsverðra ellimarka gætir
á kvæðunum. Þótt þau séu mörg
vel kveðin, þá er þar samt ekkert
kvæði, er talizt geti til þess bezta,
sem Guðmundur hefir ort. Hin
Guðmundur Friðjónsson
sama er raunin um bók Jakobs,
þótt þar eigi hlut að máli miklu
yngri maður. Þar er ekkert kvæði,
er standi að krafti og málsnilld
jafnfætis því, er Jakob hefir áður
ort bezt. Þó eru kvæði hans nú
sem jafnan hressileg og þrungin
glettni og gamansemi, sem einstæð
er í íslenzkri ljóðagerð. Þeir, sem
kunnugir eru Jakob, fullyrða, að
hann eigi enn í fórum sínum all-
miklar ljóðasyrpur, svo að jafnvel
myndi langdrægt í nýja bók, ef því
væri að skipta. Annars mun hugur
Jakobs að verulegu leyti stefna að
smásagnagerð á síðari árum, enda
sýna verkin merkin í því efni. Ýms-
ar gamansögur hans eru með ágæt-
um og veldur þar allt um: sér-
kennilegur frásagnarháttur og stíll
og ósvikin gamansemi.
Fjórða ljóðabókin eftir Stein