Dvöl - 01.07.1942, Blaðsíða 69

Dvöl - 01.07.1942, Blaðsíða 69
D VÖL 227 skrítið í kvöld. Mér fannst ég vera kominn heim.“ „í kvöld .... Hvar varstu í kvöld?“ „Ég var að segja þér það áðan, maður. Ég var hérna, og mér fannst ég vera kominn heim. Ég átti nefnilega einu sinni heima hérna.“ Bárður lækkaði róminn og alvörusvipur, allt að því þjáninga- svipur, kom á andlit hans. „Já, þú sagðir mér það í vor. En hvernig komstu inn?“ Bárður hugsaði sig um. „Ég gekk bara inn. Mér fannst ég eiga heima hérna sjálfur .... Ég fór bara inn án þess að hugsa nokkuð sérstaklega um það, af hverju ég ætti heima hérna, en ekki í einhverju öðru húsi.“ „Jæja, vertu velkominn, Bárður minn.“ í rauninni var alveg sama, hvernig Bárður hafði komið inn og hvernig þessu var varið öllu saman. Hann var velkominn, hvernig sem á þessu stóð. „Líklega hefir hann lykil að dyrunum, síðan hann bjó hér,“ hugsaði ég. Bárður hélt áfram án þess að gefa gaum síðustu orðum mínum: „Svo komst þú, og ég hélt fyrst, að þú værir gestur, sem kominn væri til að finna mig og fór á móti þér. Þú æðir inn og lítur hvorki til hægri né vinstri. Ég var að reyna að tala við þig. Nei, ónei. Ég var bara loftið. Ég tók í öxlina á þér. Hann skal mega til. Þá kom það allt í einu yfir mig, að ég mundi, að ég átti ekki heima hérna. Það varst þú, sem áttir hér heima, og ég vissi hvorki upp eða niður dá- lítinn tima .... Svo mundi ég það. Ég átti erindi hingað, en hvaða er- indi var það?“ „Aumingja Bárður,“ hugsaði ég. „Svona er hann þá orðinn.“ „Og allt i einu mundi ég eftir erindinu. Það var bréfið .... Ég var kominn til að leita að bréfinu.“ Það var feginshreimur í rómi Bárðar. „Fannstu bréfið?“ spurði ég. „Já, ég fann það.“ „Hérna inni!“ ,,Já, hérna inni í herberginu .... Ég vissi, að það hlaut að vera hér.“ Ég hrísti höfuðið, og við þögðum andartak. „Og nú veit ég, hverjum hún skrifaði.“ Það var óþarfi fyrir mig að spyrja. „Hún skrifaði mér. Bréfið var til mín. Það var fullt af þjáningum. Mínar þjáningar voru ekkert á móts við hennar. Dagarnir hér voru samfelld örvænting og þjáning . . . Og það var meira í bréfinu.“ Bárður lækkaði róminn og laut að mér, eins og hann ætlaði að segja mér eitthvað í trúnaði: „Það var líka ást í bréfinu — til mín, þrátt fyrir allt.“ Bárður rétti sig upp og sagði full- um rómi, og gleðibjarmi leið yfir svip hans: „Og nú fer ég að leita að henni.“ Það var komið fram á varir mér,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.