Dvöl - 01.07.1942, Blaðsíða 69
D VÖL
227
skrítið í kvöld. Mér fannst ég vera
kominn heim.“
„í kvöld .... Hvar varstu í
kvöld?“
„Ég var að segja þér það áðan,
maður. Ég var hérna, og mér
fannst ég vera kominn heim. Ég
átti nefnilega einu sinni heima
hérna.“ Bárður lækkaði róminn og
alvörusvipur, allt að því þjáninga-
svipur, kom á andlit hans.
„Já, þú sagðir mér það í vor. En
hvernig komstu inn?“
Bárður hugsaði sig um.
„Ég gekk bara inn. Mér fannst
ég eiga heima hérna sjálfur ....
Ég fór bara inn án þess að hugsa
nokkuð sérstaklega um það, af
hverju ég ætti heima hérna, en
ekki í einhverju öðru húsi.“
„Jæja, vertu velkominn, Bárður
minn.“
í rauninni var alveg sama,
hvernig Bárður hafði komið inn
og hvernig þessu var varið öllu
saman. Hann var velkominn,
hvernig sem á þessu stóð. „Líklega
hefir hann lykil að dyrunum, síðan
hann bjó hér,“ hugsaði ég.
Bárður hélt áfram án þess að
gefa gaum síðustu orðum mínum:
„Svo komst þú, og ég hélt fyrst,
að þú værir gestur, sem kominn
væri til að finna mig og fór á móti
þér. Þú æðir inn og lítur hvorki til
hægri né vinstri. Ég var að reyna
að tala við þig. Nei, ónei. Ég var
bara loftið. Ég tók í öxlina á þér.
Hann skal mega til. Þá kom það
allt í einu yfir mig, að ég mundi,
að ég átti ekki heima hérna. Það
varst þú, sem áttir hér heima, og
ég vissi hvorki upp eða niður dá-
lítinn tima .... Svo mundi ég það.
Ég átti erindi hingað, en hvaða er-
indi var það?“
„Aumingja Bárður,“ hugsaði ég.
„Svona er hann þá orðinn.“
„Og allt i einu mundi ég eftir
erindinu. Það var bréfið .... Ég
var kominn til að leita að bréfinu.“
Það var feginshreimur í rómi
Bárðar.
„Fannstu bréfið?“ spurði ég.
„Já, ég fann það.“
„Hérna inni!“
,,Já, hérna inni í herberginu ....
Ég vissi, að það hlaut að vera hér.“
Ég hrísti höfuðið, og við þögðum
andartak.
„Og nú veit ég, hverjum hún
skrifaði.“
Það var óþarfi fyrir mig að
spyrja.
„Hún skrifaði mér. Bréfið var til
mín. Það var fullt af þjáningum.
Mínar þjáningar voru ekkert á
móts við hennar. Dagarnir hér voru
samfelld örvænting og þjáning . . .
Og það var meira í bréfinu.“
Bárður lækkaði róminn og laut
að mér, eins og hann ætlaði að
segja mér eitthvað í trúnaði:
„Það var líka ást í bréfinu —
til mín, þrátt fyrir allt.“
Bárður rétti sig upp og sagði full-
um rómi, og gleðibjarmi leið yfir
svip hans:
„Og nú fer ég að leita að henni.“
Það var komið fram á varir mér,