Dvöl - 01.07.1942, Blaðsíða 61
D V Ö L
219
inn var nefnilega fyrir hana ekki
aðeins skápur. Hann var tákn
þeirrar heimilishamingiu, sem hún
hafði vonazt eftir, þegar við gift-
umst. Við vitum báðir, að þess hátt-
ar vonir eru máttarstoðir lífsgleö-
innar hjá mörgum, einkum konum.
Það var eins og hún hefði misst
brot af sjálfri sér. Nei, samþykki
mitt til að selja skápinn hafði ekki
verið fengið. Var ekki sama, hvað
rolan sagði, sem ekki gat séð heim-
ili sínu borgið, hvað þá meira? En
eftir nokkra daga voru peningarnir
horfnir, og allt stóð í sama farinu.
Loks var þessi örlagaríki vetur
liðinn. Síðari hlutinn var að vísu
talsvert skárri, því að ég fékk dá-
litla vinnu við höfnina. Um sum-
arið réði ég mig í síld. Ég var kát-
ur á leiðinni norður, en síðan hefi
ég aldrei verið kátur. Okkur gekk
illa. Þetta sumar veiddist lítið. Ég
átti sléttar 262 krónur um haustið,
þegar ég kom heim.
Við gengum frá skipinu, hópur-
inn tvístraðist, og einstaklingarnir
hurfu út í rökkrið. Við vorum
komnir heim, og það var orðið
dimmt. Ég slóraði um tíma niður
við skip og gekk svo í hægðum mín-
um meðfram höfninni um stund.
Mér þótti gott. að dimmt var orðið,
því áð dagsbirtan átti ekki við skap
mitt. Svo hélt ég heim á leið. Þeg-
ar ég kom að húsinu, sem við
bjuggum í, og leit upp í gluggana
í íbúðinni okkar, þá sá ég að
dimmt var inni. — Skyldi hún ekki
vera heima, hugsaði ég. En hún
var heima. Hún sat inni í stofunni
og beið eftir mér, því að hún vissi,
aö við vorum komnir.
„Já, í fyrra,“ hugsaði ég. —í fyrra
haust hefði hún komið á móti mér,
þegar ég kom upp ^tigann, þótt
ekki væru nema 262 krónur í vesk-
inu mínu. Og ef ég hefði 1—2 þús-
und í veskinu, þá mundi hún líka
koma á móti mér nú. Var það ekki
líka fyrir neðan allar hellur að
hafa einar 262 krónur eftir allt
sumarið?
Þegar ég opnaði stofudyrnar, sá
ég, við glætuna frá götuljósinu,
að hún sat við borðið. Ég stað-
næmdist andartak í dyrunum. —
Af hverju kallaði ég ekki: sæl og
blessuð, elskan mín, hafði hátt og
var kátur. Eiga menn ekki að vera
kátir, þegar þeir koma heim eftir
heilt sumar. Ekki réði ég fyrir síld-
argöngum eða tíðarfari. Hún var
staðin upp áður en ég bauð gott
kvöld. Og ég gat ekki verið kátur.
Ég hafði þegar verið kátur í síð-
asta sinn.
Daginn eftir sagði ég henni, að
ég kæmi með 262 krónur.
„Ég hélt það væri ekki svo mik-
ið,“ sagði hún. „Ég hélt þú kæmir
ekki með neitt.“
„Nú, af hverju hélztu það?“
„Ég vissi, hvernig ykkur gekk.“
En hún hafði unnið fyrir hærri
upphæð en ég um sumariö. —. „Og
svo er ég búin að segja upp íbúð-
inni,“ sagði hún.
„Jæja,“ sagði ég. Við bjuggum
hjá frænda hennar, sem ekki vissi