Dvöl - 01.07.1942, Blaðsíða 27

Dvöl - 01.07.1942, Blaðsíða 27
DVÖL 185 bréf frá belgískri stúlku til ensks hermanns: „Ég hugsa sífellt, sí- fellt um þig. Hugsar þú nokkurn tíma um mig?“ En svo skildi ég, að ég var að lesa einkabréf annars manns. En hvernig var unnt að líta á þenna margtuggna, mark- lausa, franska þvætting eins og einkamál? Ekkert er jafn mark- laust og einkisvert og ástarbréf — ekki einu sinni dagblöðin. Þess vegna las ég ástarjátningu þessarar belgísku stúlku óhrærður. En svo var athygli mín vakin: „Notre cher petit bébé — elsku litla barnið okkar fæddist í síðastliðinni viku. Umhugsunin um það, hve þú varst langt í burtu, og ef til vill búinn að gleyma ávexti ástar okk- ar, kvaldi mig. En barnið er hugg- un mín. Augu hans eru hýr eins og augu enska pabba og svipurinn karlmannlegur. Ég bið guðsmóður, að hún láti föður barnsins míns koma til mín, svo að ég fái að sjá hann halda á barni mínu í fanginu, og við getum lifað siðsamlegum samvistum. Ó, Alfred minn! Ég get ekki lýst því, hve ég sakna þín, hve ég græt, af þrá. Hugur minn er alltaf hjá þér, ég hugsa aðeins um þig, ég lifi aðeins fyrir þig og bless- að barnið okkkar. Ég dey, og bless- að 'litla barnið okkar deyr, ef þú kemur ekki bráðum til mín. Nei, þú getur ekki komið til mín. En ég get komið til þín, komið til Englands hieð barnið okkar. Ef þú vilt ekki fara með mig heim til blessaðra foreldra þinna, þá getur þú hitt mig einhvers staðar, því að ég er hrædd að vera alein með barnið mitt í Englandi, þar sem enginn yrði til að liðsinna okkur. En ég verð að kornast til þín með barnið mitt, með litla Alfred minn til föður síns, stóra, fallega Alfreds, sem ég ann svo heitt. Æ, skrifaðu mér og segðu mér, hvert ég á að koma. Ég hef dálítið peningaráð. Ég er ekki blá- fátæk. Ég hef nægjanlega peninga handa sjálfri mér og blessuðu barninu mínu —“. Ég las bréfið til enda. Undir- skriftin var: „Þín hamingjusama, og þó miklu fremur óhamingju- sama Elísa.“ Ég hlýt að hafa bros- að. „Þér hlæjið,“ sagði frú Goyte beisklega. Ég leit á hana. „Þetta er ástarbréf — það veit ég,“ sagði hún. „Það er margtalað um Alfred í því.“ „Helzt til oft,“ sagði ég.“ „Jæja — og hvað vill hún svo, þessi Elísa? Ég veit þó, að hún heit- ir Elísa, og það er nú það fyrsta.“ Hún ygldi sig, leit á mig og hló hæðnislega. „Hvar náðuð þér í þetta bréf?“ sagði ég. „Það kom með póstinum í vik- unni, sem leið.“ „Og er maðurinn yðar heima?“ „Ég á von á honum í kvöld. Hann særðist, skiljið þér, og við vildum, að hann kæmi heim. Hann var heima fyrir sex vikum, og síðan hefir hann verið í Skotlandi. Já,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.