Dvöl - 01.07.1942, Blaðsíða 27
DVÖL
185
bréf frá belgískri stúlku til ensks
hermanns: „Ég hugsa sífellt, sí-
fellt um þig. Hugsar þú nokkurn
tíma um mig?“ En svo skildi ég,
að ég var að lesa einkabréf annars
manns. En hvernig var unnt að
líta á þenna margtuggna, mark-
lausa, franska þvætting eins og
einkamál? Ekkert er jafn mark-
laust og einkisvert og ástarbréf —
ekki einu sinni dagblöðin.
Þess vegna las ég ástarjátningu
þessarar belgísku stúlku óhrærður.
En svo var athygli mín vakin:
„Notre cher petit bébé — elsku litla
barnið okkar fæddist í síðastliðinni
viku. Umhugsunin um það, hve þú
varst langt í burtu, og ef til vill
búinn að gleyma ávexti ástar okk-
ar, kvaldi mig. En barnið er hugg-
un mín. Augu hans eru hýr eins
og augu enska pabba og svipurinn
karlmannlegur. Ég bið guðsmóður,
að hún láti föður barnsins míns
koma til mín, svo að ég fái að sjá
hann halda á barni mínu í fanginu,
og við getum lifað siðsamlegum
samvistum. Ó, Alfred minn! Ég get
ekki lýst því, hve ég sakna þín,
hve ég græt, af þrá. Hugur minn er
alltaf hjá þér, ég hugsa aðeins um
þig, ég lifi aðeins fyrir þig og bless-
að barnið okkkar. Ég dey, og bless-
að 'litla barnið okkar deyr, ef þú
kemur ekki bráðum til mín. Nei, þú
getur ekki komið til mín. En ég get
komið til þín, komið til Englands
hieð barnið okkar. Ef þú vilt ekki
fara með mig heim til blessaðra
foreldra þinna, þá getur þú hitt mig
einhvers staðar, því að ég er hrædd
að vera alein með barnið mitt í
Englandi, þar sem enginn yrði til
að liðsinna okkur. En ég verð að
kornast til þín með barnið mitt,
með litla Alfred minn til föður síns,
stóra, fallega Alfreds, sem ég ann
svo heitt. Æ, skrifaðu mér og segðu
mér, hvert ég á að koma. Ég hef
dálítið peningaráð. Ég er ekki blá-
fátæk. Ég hef nægjanlega peninga
handa sjálfri mér og blessuðu
barninu mínu —“.
Ég las bréfið til enda. Undir-
skriftin var: „Þín hamingjusama,
og þó miklu fremur óhamingju-
sama Elísa.“ Ég hlýt að hafa bros-
að.
„Þér hlæjið,“ sagði frú Goyte
beisklega.
Ég leit á hana.
„Þetta er ástarbréf — það veit
ég,“ sagði hún. „Það er margtalað
um Alfred í því.“
„Helzt til oft,“ sagði ég.“
„Jæja — og hvað vill hún svo,
þessi Elísa? Ég veit þó, að hún heit-
ir Elísa, og það er nú það fyrsta.“
Hún ygldi sig, leit á mig og hló
hæðnislega.
„Hvar náðuð þér í þetta bréf?“
sagði ég.
„Það kom með póstinum í vik-
unni, sem leið.“
„Og er maðurinn yðar heima?“
„Ég á von á honum í kvöld. Hann
særðist, skiljið þér, og við vildum,
að hann kæmi heim. Hann var
heima fyrir sex vikum, og síðan
hefir hann verið í Skotlandi. Já,