Dvöl - 01.07.1942, Blaðsíða 58
216
D VÖL
margir brattir stigar. Hún var uppi
á efsta lofti, og þetta var stórt,
gamalt hús. Ég gekk á undan, en
þegar við vorum komnir miðja
leið, staðnæmdist Bárður og sagði:
„Nú fer ég ekki lengra.
Ég leit við, alveg hissa. Hljómur-
inn í orðum hans var undarlegur,
og það var ofboð í svip hans.
„Nei, hvað segirðu," sagði ég.
Bárður stóð kyrr og starði út
í bláinn. Það var eins og andlit
hans stirðnaði. Ég hafði ekki hug-
mynd um, hvað að honum var.
En Bárður jafnaði sig, hætti við
að snúa aftur og kom með mér.
Hann þagði eins og steinn, og við
gengum inn í íbúð mína, gegnum
eldhúsið og stófuna, inn í innra
herbergið. Þar var skrifborðið mitt,
og þarna settumst við niður. Eng-
in önnur leið var inn 1 íbúðina.
Bárður skimaði kringum sig;
svo leit hann á mig. Augnaráð-hans
var gleðilaust og þjáningarfullt.
og^hann sagði:
„Ég bjó einu sinni héma.“
„Jæja, hefir þú búið hérna,“
sagði ég. Tilviljunin leiðir stund-
um til einkennilegra atvika.
Bárður horfði á loft og veggi og
virti herbergið fyrir sér, og svipur
hans gat komið manni til aðímynda
sér, að hann sæi annað en það,
sem var. Þetta var éin af þessum
gömlu leiguíbúðum, sem fátt hafa
til síns ágætis og lítið er gert til
áð skreyta. Bárður reis á fætur, tók
upp sjálfskeiðunginn sinn og
fletti upp veggfóðrinu, þar sem
það hafði losnað frá dyraumbún-
aðinum. Veggfóðrið hafði verið
límt hvað utan yfir annað, og það
voru komin mörg lög. Fjórða laginu
fletti hann lítið eitt meira upp en
hinum og sýndi mér það, sem var
innan undir þvi.
„Líttu á þetta rauðbrúna; það
var á veggnum, þegar ég var hérna-
Svo stóð hann og horfði á það.
annars hugar, með þessum sama
geðshræringarsvip. Honum lá við
gráti.
„Ég átti nefnilega einu sinni
heima hérna,“ sagði hann að lok-
um.
Svo fór Bárður nú samt að jafna
sig. Við hagræddum okkur í sset-
unum, drukkum brennivín og
minntumst á fyrri tíma, og allt í
einu sagði Bárður:
,,Ég veit, að þú ert vinur minn.“
Ég komst í hálfgerð vandræði-
Það er sjaldan, sem fullorðnir karl-
menn sjá ástæðu til að lýsa bein-
línis yfir vináttu sinni. Flestir
kjósa heldur, að vinarþelið komi í
ljós á annan hátt, óbeinlínis. Ég
vildi því helzt komast hjá að svara
þessu, en Bárður hélt áfram:
,.Ég man, að þú sagðir einu sinni.
þegar við vorum 1 hafnargerðinni.
við einn, sem var með okkur, að
ef hann héldi, áð hann gæti litið
riiður á mig eins og eínhvern aum-
infVja, þá væri hann asni
' Maristu eftir þessu?“
„Já, eitthvað man ég eftir þvi-