Dvöl - 01.07.1942, Blaðsíða 138
296
rit hans eru Eiríkur IJansson,
Brasilíufararnir, Vorn(etur á Elgs-
heiöum og Haustkvöld við hafið.
Af Ritsafni Jóns Trausta, (út-
gefandi Guðjón Ó. GuÖjónsson),
kom út IV. bindi, þótt raunar væri
þaö eigi fyrr en eftir áramótin. Er
í því Sögur frá Skaftáreldum.
í fyrstu bindunum var komiö:
Halla, Heiðarbýlið, Samtíningur
(smásögur), Leysing og Borgir,
ásamt ritgerð dr. Stefáns Einars-
sonar um höfundinn. Munu nú ó-
komin tvö bindi af ritum Jóns
Trausta.
II. bindi af Ritsafni Jóhanns Sig-
urjónssonar (útgefandi Mál og
menning) kom og út síðastliðiö ár.
Er í því bindi Galdra-loftur, Mörð-
ur Valgarðsson (í þýðingu Sigurð-
ar Guömundssonar), brot úr þrem
leikritum (Myndhöggvaranum, Frú
Elsu og niðurlagið á Bóndanum á
Hrauni samkvæmt dönsku útgáf-
unni, þýðing Gísla Ásmundsson-
ar), smásögur, œvintýri og ýms
brot, Örcefaganga (lýsing á för yf-
ir öræfin) og bréf höfundar til konu
sinnar. í fyrra bindinu var Rung
lœknir (þýðing Magnúsar Ásgeirs-
sonar), Bóndinn á Hrauni, Fjalla-
Eyvindur og Ijóð á íslenzku og
dönsku, ásamt ritgerð eftir Gunnar
Gunnarsson um höfundinn.
Loks komu út Skáldsögur Jóns
Thoroddsen í tveim bindum
(Helgafellsútgáfan). Er í safni
þessu allar sögur Jóns Thorodd-
sen, sem um er vitað: Piltur og
stúlka, Dálitil ferðasaga, Nafn-
D VÖL
laust sögubrot, Skraddarinn frœkni
(þýtt), og Maður og kona. Stein-
grímur J. Þorsteinsson magister
annaðist útgáfuna, og er vert að
geta þess, að um hana virðist hafa
verið fjallaö af óvenjulegri vand-
virkni. Síðar er von rits um Jón
Thoroddsen og skáldskap hans frá
hendi Steingríms.
Þótt lokið sé að geta ljóðabóka,
skáldsagna og ritsafna, er enn eftir
að minnast nokkurra góðra bóka
íslenzkra höfunda og einstöku á-
gætisrita, sem skilið eiga að skipa
heiðurssess í bókaskápum sem allra
flestra heimila.
Eitt slíkra ágætisrita er íslenzk
menning I. eftir Sigurð Nordal
yrófessor (útgefandi Mál og menn-
ing), fyrsta bindi hins margum-
rædda Arfs íslendinga. Þetta bindi
er hið fyrsta af þrem, er Sigurður
mun rita um íslenzka menningu
frá upphafi íslandsbyggðar og
fram á þenna dag. Fjallar það um
upphaf íslenzkrar menningar og
þróun hennar og þroska meðan
þjóðveldið hélzt. Er skemmst af
því að segja, að þetta er hið gagn-
merkasta rit, jafnt að málsnilld og
efni. Hverjum, sem það les af at-
hygli, veitist nýr og ótrúlega glögg-
ur skilningur á meginstraumum
í þjóðlífi íslendinga fyrstu aldirn-
ar, orsökum þeirra og afleiðingum.
Þetta rit Sigurðar um íslenzka
menningu verður áreiðanlega eitt
af höfuðritum þjóðarinnar, þegar
því er lokið, að því er vænta má,
hversu svo sem til kann aö